Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 70
bauganna á Bretlandseyjum virðist hafa verið mun jákvæð-
ara en á meginlandinu. I Englandi er sagt að menn hafi sælst
eftir að byggja hús sín á þeim stöðum sem „álfahringarnir“
birtust (Rasmussen 1982).
Ekki er mér kunnugt um neina slíka þjóðtrú í sambandi við
sveppabaugana hér á landi, enda hefur þetta fyrirbæri líklega
alltaf verið svo sjaldgæft hérlendis að það hefur ekki einu sinni
hlotið neitt fast heiti í málinu, hvað þá að um það hafi
myndast þjóðsögur. Þess er og að geta, að nornir voru hér
næstum óþekktar, nema úr erlendum sögum, og varla er
heldur getið um álfadans á víðavangi í þjóðsögum vorum.
Ingólfur Daviðsson grasafræðingur tók upp heitið „norna-
baugur“ um þetta fyrirbæri (Ingólfur Davíðsson 1960), sjálf-
sagt með hliðsjón af danska orðinu Heksering. Undirrituðum
fannst það heldur óviðeigandi, með hliðsjón af íslenskri þjóð-
trú, og lagði til (1969) af nefna það „álfahringi“, sem þó er
álíka langsótt. f Sveppakverinu 1979, lagði ég til að kalla
þetta hulduhringi eða huldurendur.
Síðara heitið er ef til vill næst því að lýsa fyrirbærinu, því
að oftast mun það birtast sem grænar bogalaga rendur (eða
hlutar úr hring) og sveppir stundum alls ekki sjáanlegir í þeim
og orsökin því „á huldu“. Þar sem um er að ræða sveppi sem
vaxa í hringlaga röðum, er hins vegar eðlilegt að kalla það
sveppahringi eða sveppabauga, án tillits til breytinga á gras-
vexti.
HEIMILDIR UM HULDURENDUR
Á lSLANDI
Arið 1960 ritaði Ingólfur Davíðsson grein í Náttúrufræðing-
inn, er hann nefndi „Nornabaugar“, og mun það vera fyrsta
kynning á þessu fyrirbæri hér á landi.
Ingólfur tilfærir þar lýsingu Steingríms Björnssonar í Ytri-
Tungu á Tjörnesi, á einkennilegum grænum röndum í túni og
lyngmólendi, skammt frá bænum. Rendurnar voru 10-50 m
72