Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 5
sem ég starfaði sem héraðsráðunautur í „einmenningskjör-
dæmi“ í 2xh ár.
En hyggjum þá að náminu í Búvísindadeild í ljósi þess
hvaða störf nemendur hafa valið sér að námi loknu nú hin
siðari ár.
I bókinni „Islenskir búfræðikandídatar“ er að finna sam-
antekt um starfskiptingu kandídata. Þar kemur meðal annars
fram að árið 1973 starfaði sjötti hver kandídat við búskap og
fimmti hver 1985. Ef við skoðum hins vegar sérstaklega hlut
bænda af útskrifuðum kandídötum frá Hvanneyri frá 1975
kemur í ljós að nær 40% hafa farið í búskap. Þó hefur yfir
helmingur þeirra farið í ráðunautastöf eða önnur sérhæfð
störf fyrst eftir námslok. Tæpur fjórðungur kandídata frá
þessum tíma eru starfandi héraðsráðunautar og eru því um
40% starfandi héraðsráðunauta á landinu öllu. Loks hefur um
þriðjungur af þessum tæplega 60 kandídötum sem útskrifast
hafa frá Hvanneyri síðustu 12 árin farið í kennslu, fram-
haldsnám, störf við stjórnun og rannsóknir og önnur störf,
flest þó tengd landbúnaði. Það sem vekur sérstaka athygli er
hve stór hluti kandídata fer í búskap að námi loknu. Hitt
vekur ekki síður athygli að nær enginn þessara tæplega 60
kandídata starfar hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins
þrátt fyrir það að nær fjórði hver kandídat frá þessum tíma
hefur farið í framhaldsnám. Af 9 nemendum úr kandídata-
hópnum frá 1975-’87 sem lokið hafa framhaldsnámi starfar
einn erlendis, tveir hjá Búnaðarfélagi Islands, tveir við
stjórnunarstörf (Landbúnaðarráðuneyti og Framleiðsluráð),
tveir eru bændur, einn ráðunautur og einn starfar utan land-
búnaðarins. Til viðbótar eru svo fjórir í framhaldsnámi sem
líkur eru á að skili sér i rannsóknarstörf, að hluta að minnsta
kosti.
Vissulega getum við öll verið sammála um að menntun sé
af hinu góða og því meiri menntun því betra. En hvernig
menntun? Það að halda búvísindanáminu á Hvanneyri í því
horfi sem nú er, kann að orka tvímælis í ljósi þess hvaða störf
fólk velur sér að námi loknu. Annað sem ýtir undir vanga-
veltur af þessu tagi er sú staðreynd að meirihluti þess fólks sem
7