Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 75
Mynd 6. Huldurmdur á túni (grasflöt?) við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn.
Baugarnir eru prefaldir, og er „dauða“ rákin mest áberandi, víða pétt setin af litlum
hattsveppum (líklega mest Marasmius oreadas). Ljósm.: Bjarm Guðleifsson.
Þeir voru sýnilega misgamlir, því sumir voru orðnir gulbrúnir
eða brúnir á litinn og með uppbrettum og linum hatti, en
aðrir voru nær alveg hvítir og ferskir. Má giska á, að þeir elstu
hafi verið 1-2 vikna gamlir (mynd 5).
Sveppina greindi ég sem Melanoleuca strictipes (Karst.)
Murr., en ekki er það örugg greining (sjá lýsingu hér á eftir).
Mjög svipaðir sveppir, sem líklega tilheyra sömu tegund,
hafa oft fundist þarna áður í túninu, líklega fyrst árið 1962, og
í fleiri túnum á Austur- og Norðurlandi, án þess að vart hafi
orðið við neinar grasrendur í tengslum við þá. Verður því að
álykta, að sérstök veðurskilyrði sumarsins 1987 á Austurlandi,
hafi átt mestan þátt í að framkalla grasbaugana, en þetta
sumar var á ýmsan hátt óvenjulegt. Það byrjaði snemma, og
með óvenjulegum hitum síðasta þriðjung maímánaðar. Júní
var einnig fremur hlýr og þurr, en í júlí og ágúst voru óvenju
miklar og stöðugar úrkomur, miðað við þennan landshluta,
og jafnframt fremur hlýtt, þar sem oft var rigning og þokuloft
með suðlægum eða suðaustlægum áttum, sem er fremur
óvenjulegt á Héraði.