Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 97

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 97
erfitt að grípa á öllu því sem þeir sinna. Hálfdán varaði við offjár- festingu í landbúnaði. Egill Bjarnason ræddi um búrekstrarkönnun þá er Ræktunarfé- lag Norðurlands stóð fyrir. Taldi hann að frumkvæði um úrlausn mála þyrfti að koma heiman frá hverju sinni þvi gerist það ekki þar, þá verður ekkert frumkvæði. Egill taldi að bændur kynnu best að meta persónulegar upplýsingar og slík leiðbeiningaþjónusta skapar mesta tiltrú, óháð leiðbeiningamagni. A síðustu árum hafa komið aukin verkefni til búnaðarsambandanna sem eru óháð hinum fag- lega þætti, og þar með hefur dregið úr heimsóknum ráðunauta til bænda. Egill vék einnig að leiðbeiningum varðandi vélakaup. Taldi hann vera síður en svo auðvelt að leiðbeina á því sviði þvi ýmislegt réði vali véla annað en bláköld hagfræði. Egill kom með þá hug- mynd að ráðunautar á Norðurlandi vestra væru starfsmenn Bændaskólans á Hólum og nýttust þar bæði til kennslu og leið- beininga. Óttinn við að missa forræði og fjármagn taldi Egill vera höfuðorsökina fyrir því að samstarf tækist ekki á milli stofnananna. Aðalbjörn Benediktsson vék að tegundafrumskóginum á véla- markaðinum. Taldi hann erfitt að leiðbeina á vélasviðinu. Aðal- björn kom inn á að erfitt gæti verið að hitta bændur heima. Jafn- framt benti hann á að aðstæður búnaðarsambanda og bænda þeim tilheyrandi væru misjafnar og taka bæri tillit til þess í starfi bún- aðarsambandanna. Aðalbjörn taldi starfsmenn RALA marga og kæmi það vel í ljós á ráðunautafundum. Jón Guðmundsson bar fram spurningu til ráðunauta hvaða vélategund skapaði mesta vinnu fyrir iðnaðarmenn. Jón studdi bændabókhald því vandséð væri hvernig ætti að leiðbeina bændum ef grunninn vantaði. Jón sagði að ömurlegur væri sá ráðunautur sem ekki væri vel að sér á félagslega sviðinu. Jón taldi erfitt að greina hvað væru gagnlegar og hvað gagnlausar leiðbeiningar því leiðbeiningar skila sér ekki alltaf strax daginn eftir. Jóni fannst leiðbeiningaþjónustan hafa verið sein að taka við sér hvað nýbú- greinar varðaði. Stefán Skaftason þakkaði erindi. Fjallaði hann um áburðarleið- beiningar og þann grunn sem þær væru byggðar á. Þá vék hann að fólksflóttanum úr sveitunum og sagði hann myndi halda áfram meðan afkoma sveitafólks væri ekki tryggð. Færa þarf þjónustu út á landsbyggðina. Stefán taldi það liðna tið að ráðunautar leiti heim til bænda til að finna sér verkefni, því næg verkefni væru fyrir. Bændur sem óska leiðsagnar verða að leita til ráðunauta. Stefán sagði ennfremur að búnaðarsamböndin þyrftu að auka samstarf sin á milli og mæta breyttum tímum í landbúnaði. Jóhannes Sigvaldason vék að fosfórnum og ábyrgð sinni á áburðarleiðbeiningum að minnsta kosti á Norðurlandi. Jóhannes 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.