Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 67
Mynd 1. Sveþpahnngur með breyhngwn á grasvexti (huldwönd), myndaður af risa-
trektling (Clitocybe gigantea). Myndin er frá Jótlandi. (F. Madsen / úr Svampe
6/1982).
Hinir örfínu mygluþræðir kvíslast um moldina og stefna þó
alltaf út frá upprunastaðnum. Eftir því sem þræðirnir lengj-
ast, deyr smám saman aftan af þeim, og því myndast brátt
hringlaga eyða í miðju útbreiðslusvæðinu. Eyðan stækkar svo
með tímanum, og dreifingarsvæðið verður að baug eða hring.
Eftir því sem hann stækkar koma fleiri „göt“ í hann, við að
sveppurinn rekst á einhverjar hindranir eða verður fyrir
skakkaföllum. Gamlir sveppabaugar eru því oftast óheillegir,
eða aðeins til sem hlutar úr hring (bogar).
Ef vaxtarhraði sveppabaugsins á ári er þekktur, er auðvelt
að reikna út aldur hans, með því að mæla radíusinn. Erlendis
hafa menn mælt slíka bauga með allt að 150 m radíus og
fengið út aldur allt að 700 ár.
Breytingar þær í grasvexti, sem fyrr var lýst, og oft koma
fram í sveppabaugum, hafa menn skýrt þannig, að sveppur-
inn leysi, með lífsstarfsemi sinni, jurtanæringarefni (s.s. fosfat
og nitrat) úr læðingi, sem bundið er í lífrænum leifum, og því
verði grasið grænna og gróskumeira í baugnum, einkum í ysta
jaðri hans, þar sem sveppþræðirnir eru að nema land.
69