Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 68
«--------------------
Mynd 2. Þverskurður af þrefaldri huldurönd. örin sýnir vaxtarstefnuna. Nánari skýr-
ingar í texta. (Úr Svampe 6/1982).
Ekki er eins auðvelt að útskýra „gula beltið“ í baugnum.
Þar virðist gæta skorts á næringarefnum fyrir grasið, og jafn-
vel einhverra eituráhrifa eða dreps. Ýmsar skýringar eru til á
þessu fyrirbæri, svo sem að sveppþræðirnir geri jarðveginn
fráhrindandi fyrir vatn, og gulan stafi m.a. af ofþornun
(Shantz & Piemeisel 1917). Aðrir hafa bent á mikla sýru-
stigslækkun í gula beltinu, sem gæti hæglega leitt til upp-
söfnunar á alumín-jónum, sem verkað gætu sem eitur á jurt-
irnar (Köie 1968) og loks eru tilgátur um bein eiturefni frá
sveppnum, svo sem blásýru (cyanvetni, HCN), sem vitað er að
sumir sveppir geta framleitt, og er sem kunnugt er, afar sterkt
eitur (mynd 2).
Innri græna röndin er hins vegar skiljanleg út frá því, að
þar eru sveppaþræðir moldarinnar að rotna, og breytast í
jurtanæringu.
ÞJÓÐTRÚ OG NAFNGIFTIR
Sveppabaugar eða huldurendur hafa fyrir langalöngu vakið
athygli manna og hafa gjarnan verið settir í samband við
yfirnáttúrulegar verur, eins og reyndar sveppir yfir höfuð.
Vaxtarmáti sveppanna var fyrri tíðar mönnum lítt skiljan-
70