Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 43
5. Eftirlit með framkvæmd áætlunarinnar verði í höndum
Skógræktar ríkisins.
6. Landeigendur leggi til land og girðingu um það, ásamt
öðrum nauðsynlegum mannvirkjum.
7. Bændur annist sjálfir gróðursetningu, eða komi sér upp
vinnuflokkum.
8. Við kostnað við gróðursetningu hverrar plöntu verði bætt
kr. 0,25 sem er styrkur til girðingaframkvæmda.
9. f samningi milli bónans og ríkisvaldins, verði tryggilega
gengið frá eignarrétti landeiganda, rétti ríkisins til eftir-
lits með skógræktinni, skaðabótarétti ríkissjóðs, ef um
tjón vegna vanrækslu er að ræða og tekjuhlutdeildar
ríkissjóðs, þegar skógarnir verða nýttir“ (2).
Tafla 3. Aætlun Skógræktarfélags Eyfirðinga
um bændaskógrækt í Eyjafirði 1983-1992.
Ár Land á ha. Plöntu- fjöldi1 Plöntu- kostnaður2 Verk- stjórn Plöntu- styrkur3
1983 15 45.000 153.000 100.000 101.250
1984 25 75.000 255.000 150.000 168.750
1985 35 105.000 357.000 200.000 236.250
1986 50 150.000 510.000 250.000 337.500
1987 58,3 175.000 595.000 250.000 393.750
1988 66,7 200.000 680.000 250.000 450.000
1989 75 225.000 765.000 250.000 506.000
1990 83,3 250.000 850.000 250.000 562.500
1991 91,7 275.000 935.000 250.000 618.750
1992 100 300.000 1.020.000 250.000 675.000
Samtals 600 1.800.000 6.120.000 2.200.000 4.049.250
1 Miðað er við að um 3000 plöntur fari á ha.
2 Miðað er við verð á síberíulerki vorið 1982, 3,40 stk.
3 Reiknað er með kr. 2,00 kostnaði við gróðursetningu hverrar plöntu, að viðbættum
kr. 0,25 sem er styrkur til girðingaframkvæmda. (2).
45