Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 72
breyting sé merkjanleg á grasvextinum. Það kalla ég sveppa-
bauga.
Tíðast er þetta fyrirbæri í nýskógum, þar sem viðkomandi
fylgisveppir trjánna raða sér gjarnan í hring utan um það, og
stækkar hringurinn með ári hverju, en verður þá oftast
óreglulegri. Þetta má sjá hjá ýmsum fylgisveppum birkisins,
svo sem loðglætingi (Lactarius torminosus), kúalubba (Leccinum
scabrum), birkitrektlu (Clitocybe cerussata) og fölvasvepp
(Hebeloma spp.). Einnig er þetta fyrirbæri algengt hjá lúfu-
tegundunum (Suillus), sem vaxa með lerki og furu, og ættu
sveppatínslumenn að kannast vel við það.
Ætisveppir (Agaricus) vaxa líka oft í baugum í túnum og
harðvelli, og hlemmsveppur (Melanoleuca) sömuleiðis, án þess
að breyting sjáist á grasvexti, og eitt sinn fann ég reglulegan
lítinn hring af fjóluhelmu (Mycena pura) í lyngmó í Eyjafirði
(mynd í Sveppakverinu 1979).
„Mosabaugarnir“ sem Ingólfur nefnir í grein sinni (1960)
eru sérstæðir, að því leyti að mosinn í þeim er oftast brúnn og
hálfvisinn. Þeir eru algengastir á Miðhálendinu, t.d. í Land-
mannalaugum, og hafa birst myndir af þeim í ýmsum ritum
t.d. í Árbók Ferðafélagsins 1942, í Heima er bezt 1979, bls. 123
og í Týli, 13. árg. 1983, bls. 30 (mynd 4). Þetta eru litlir
baugar, oftast 10-30 sm í þvermál. „Mjög oft eru hringarnir
tvöfaldir og jafnvel þrefaldir, þannig að þeir stærstu eru
orðnir eins og talan 8 í laginu, nema reglulegri, því að yztu
bogarnir eru nákvæmlega hringlaga,“ segir Guðbrandur
Magnússon í Týli 1983. Hann getur ekki um sveppi í tengsl-
um við þetta.
Sjálfur hef ég séð slíka mosabauga í dýjamosa í Hlíðarfjalli
við Akureyri og víðar, og hafa þeir orsakast af sveppategund-
inni Mitrula gracilis, sem nefnd hefur verið títuprjónssveppur
eða dýjahnokki. Hann myndar ofurlítið rauðbleikt hnoða (2-3
mm í þvm.) er situr á 1-2 sm löngum, hármjóum stilk, oftast í
þéttum breiðum í brúna beltinu í mosanum. Virðist sem
sveppurinn drepi mosann á þessu belti, enda sníkir sveppur-
inn á honum. Þar sem sveppurinn vex aðeins síðsumars, sést
74