Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Side 72

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Side 72
breyting sé merkjanleg á grasvextinum. Það kalla ég sveppa- bauga. Tíðast er þetta fyrirbæri í nýskógum, þar sem viðkomandi fylgisveppir trjánna raða sér gjarnan í hring utan um það, og stækkar hringurinn með ári hverju, en verður þá oftast óreglulegri. Þetta má sjá hjá ýmsum fylgisveppum birkisins, svo sem loðglætingi (Lactarius torminosus), kúalubba (Leccinum scabrum), birkitrektlu (Clitocybe cerussata) og fölvasvepp (Hebeloma spp.). Einnig er þetta fyrirbæri algengt hjá lúfu- tegundunum (Suillus), sem vaxa með lerki og furu, og ættu sveppatínslumenn að kannast vel við það. Ætisveppir (Agaricus) vaxa líka oft í baugum í túnum og harðvelli, og hlemmsveppur (Melanoleuca) sömuleiðis, án þess að breyting sjáist á grasvexti, og eitt sinn fann ég reglulegan lítinn hring af fjóluhelmu (Mycena pura) í lyngmó í Eyjafirði (mynd í Sveppakverinu 1979). „Mosabaugarnir“ sem Ingólfur nefnir í grein sinni (1960) eru sérstæðir, að því leyti að mosinn í þeim er oftast brúnn og hálfvisinn. Þeir eru algengastir á Miðhálendinu, t.d. í Land- mannalaugum, og hafa birst myndir af þeim í ýmsum ritum t.d. í Árbók Ferðafélagsins 1942, í Heima er bezt 1979, bls. 123 og í Týli, 13. árg. 1983, bls. 30 (mynd 4). Þetta eru litlir baugar, oftast 10-30 sm í þvermál. „Mjög oft eru hringarnir tvöfaldir og jafnvel þrefaldir, þannig að þeir stærstu eru orðnir eins og talan 8 í laginu, nema reglulegri, því að yztu bogarnir eru nákvæmlega hringlaga,“ segir Guðbrandur Magnússon í Týli 1983. Hann getur ekki um sveppi í tengsl- um við þetta. Sjálfur hef ég séð slíka mosabauga í dýjamosa í Hlíðarfjalli við Akureyri og víðar, og hafa þeir orsakast af sveppategund- inni Mitrula gracilis, sem nefnd hefur verið títuprjónssveppur eða dýjahnokki. Hann myndar ofurlítið rauðbleikt hnoða (2-3 mm í þvm.) er situr á 1-2 sm löngum, hármjóum stilk, oftast í þéttum breiðum í brúna beltinu í mosanum. Virðist sem sveppurinn drepi mosann á þessu belti, enda sníkir sveppur- inn á honum. Þar sem sveppurinn vex aðeins síðsumars, sést 74
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.