Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 77
Holdið hvítt ! hattinum, þó með brúnleitum blæ, og dálítið brúnleitt i
stafnum, svampkennt í hatti en trefjótt i staf.
Lyktin er allsterk mjöllykt, ilmkennd eða sætkennd fyrst en siðan oft likari
mykjulykt. Hún er sterkust af nýlega skornum eintökum, en stundum dauf
af nýlega teknum sveppum. Bragð er ekki teljandi.
Gróuduftið hvitt (hveitihvitt). Gróin egglaga-sporbaugótt 8-9,6 mikron að
lengd og 5-6,5 á breidd, vörtótt, gulhvit i smásjánni.
Þumlur sáust ekki á faneggjum, en ættu að vera fingur- eða flöskuhálslaga,
og stundum með kögri á endanum, ef greiningin er rétt.
Vex í smáknippum (2-5 eintök saman) eða einstakur, í boginni röð, i
nýræktartúni og myndar huldurönd i grasinu.
EFTIRMÁLI
Eins og þegar var getið, hafa sveppir lengi verið álitnir fremur
dularfullar verur, sem stafar af því meðal annars, að mestöll
lífsstarfsemi þeirra fer fram niðri í moldinni, hulin sjónum
vorum og jafnvel venjulegum rannsóknatækjum.
Enn er langt í frá, að hátterni þeirra eða umsvif í moldinni
sé þekkt til hlítar, eða hlutverk þeirra í hinni miklu efnaverk-
smiðju moldarheimsins. Huldurendurnar eru ef til vill ekki
ómerkur þáttur í vistfræði íslensku túnanna, sem lítið hefur
verið sinnt af fræðimönnum.
Erlendis hafa huldurendur stundum þótt vera nokkurt
vandamál í görðum og grasflötum, þar sem hvert strá þarf að
vera jafnlangt og einlitt (mynd 6). Garðyrkjumenn hafa lagt á
sig mikið erfiði við að grafa þær upp, og að sjálfsögðu hefur
efnaiðnaðurinn séð sér leik á borði, að framleiða „huldu-
randaeyði“ handa almenningi. Vonandi komast íslenskir
bændur aldrei á svo lágt menningarstig.
Mér væri mikill akkur í að frétta af hulduröndum (gras-
röndum) og sveppabaugum í túnum eða úthaga sem víðast af
landinu.
79