Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 88
sá um að fá þessi sýni mæld á háskólanum í Visconsin. Nið-
urstöður mælinganna sýndu nokkuð gott samræmi við mæl-
ingar hér hvað varðar fóðurgildi, prótein og jafnvel fosfór, en
á öðrum steinefnum var nokkuð mikið um frávik.
I júní s.l. fór ég ásamt Val Þorvaldssyni til Bandaríkjanna
til að kynna mér þessa tækni frekar. Það kom nú ef til vill til
vegna þess að til tals hafði komið að amerísk stúlka sem var að
ljúka mastergráðu með mælingar á heyi með NIR-aðferð sem
aðalverkefni, kæmi hingað til RN til að koma þessari aðferð í
notkun hjá okkur. Að svo stöddu var þó horfið frá því að koma
þessari tækni upp hjá RN, bæði vegna þess að hún er nokkuð
dýr, kostar um 2-4 milljónir eftir því hversu fullkomin tæki
yrðu fyrir valinu, og einnig þóttu ekki liggja fyrir nægjanlegar
upplýsingar varðandi mælingar á loðdýra- og fiskafóðri með
þessari aðferð.
Endurvinnsluverkefni.
Þessu verkefni var tiltölulega lítið sinnt á síðasta ári. En
síðastliðið haust var þó farið á alla bæina og fengnar upplýs-
ingar um jarðvinnslu, kölkun, áburðarnotkun og sáningu og
einnig gert mat á gróðri þar sem sáð hafði verið um vorið eða
snemma sumars. Á tíu bæjum af þeim ellefu sem byrjuðu
endurvinnsluna með plægingu haustið ’85 var sáð grasfræi
sumarið eða haustið ’86. Á sjö bæjum var sáð A-bl. SÍS, á
tveimur bæjum var sáð Beringspunti og einnig Korpu og
Fylkingu og á einum bæ var sáð blöndu af Öddu vallarfox-
grasi og Holt. Þar sem hægt var að gera gróðurmat virtist
sáning hafa tekist allvel nema hvað Beringspunturinn var
frekar gisinn og illgresi var ekki vandamál þó arfi og varpa-
sveifgras sæist á stöku blettum. Hugmyndin er að skoða þessi
tún nú í haust.
Lokaorð.
Við þær breyttu aðstæður sem skapast hafa í hinum hefð-
bundna landbúnaði finnst mér nauðsynlegt að skoða þjón-
ustuhlutverk Ræktunarfélagsins gagnvart bændum og þeim
búnaðarsamböndum sem að því standa, þ.e. á hvern hátt
90