Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 28

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 28
vegar er aðalorsök fyrir því að hey eru ekki nægilega góð er að heyverkunaraðferðir og verðurfar fara ekki saman. f landi þar sem veður eru svo mislynd eins og raun ber vitni, 4-6 dagar af 10 yfir heyskapartímann úrkomudagar sem meðaltal og í einstöku árum mun verra og í sumum landshlutum (Suður- og Vesturlandi) úrkoma þar á ofan oft mikil, er ljóst að þurr- heysverkun sem krefst þess að samfelldur þurrkur sé allan þann tíma sem heyja þarf er óhæf sem aðalverkunaraðferð. Aðeins á þeim svæðum þar sem úrkoma er minnst og staðviðri mest kemur hún til álita sem einasta aðferð og þá því aðeins að súgþurrkun sé svo sem best verður á kosið. Á öðrum stöðum landsins verður að taka upp nýja hætti og verka hey á ein- hvern þann máta að bóndinn ráði sínum heyskap, geti slegið og hirt sitt hey á því þroskastigi og af þeim gæðum að henti hans búfé til þess að gefa viðunandi arð. Ekki verður reynt í þessari grein að gera ítarleg skil hvernig breyta skuli heyverkun þannig að tryggð séu góð hey en lögð á það áhersla að hér að framan hefur verið reynt að sýna að viðtekinn sláttutími fellur illa að þeim grastegundum sem mest áberandi eru í túnum og sem fara þar vaxandi ár frá ári. Einnig er hér dregið fram og bent á að hefðbundin heyverkun fellur illa að því veðurfari sem við búum við í okkar landi þar sem heyja þarf stóran hluta túnanna á mjög skömmum tíma — á skemmri tíma hin síðustu ár vegna gróðurbreytinga —. Ljóst er raunar að breyta þarf um heyverkunaraðferðir að hluta eða öllu leyti eftir því hvar maður er settur og hvernig aðstaðan er. Bændur verða að koma sér upp þannig hey- geymslum og/eða aðstöðu að þeir geti heyjað samfleytt óháð veðri og vindum (nema stóráhlaupum) og þannig náð að slá og hirða tún sín á heppilegasta tíma. Þetta er markmið sem bændur, leiðbeinendur, rannsóknamenn og aðrir sem hér eiga hlut að máli verða að keppa að ná sem fyrst. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.