Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Side 118

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Side 118
118 GAMLI BÓKASKÁPURINN kunn í báðum löndunum og í letur færð frá upphafi. En þó að svo hefði ekki verið, hafa horfnar kynslóðir vestan hafs látið eftir sig nokkrar minjar, sem gefa til kynna, á hvaða menningarstigi þær voru. Þetta á við, ekki hve sízt, um horfna kynslóð Vestur- íslendinga víðs vegar í álfunni. Fyrir nokkru komu fram í dagsljósið fornleifar í smábæ einum, sem Upham nefnist í Norður-Dakota, skammt þaðan sem miðpunktur Norður-Ameríku er samkvæmt út- reikningum National Geographic Society. Þessar fornleifar bera þögult vitni um menningarviðleitni íslenzkra landnema á síðari hluta aldarinnar sem leið og fyrsta fjórðungi hinnar tuttugustu. Ekki er hér um að ræða neðanjarðar marmarahöll eða lesmál, letrað á steina, heldur bókasafn eitt allmikið, sem stóð í skáp í gömlu húsi. Hafði safn þetta verið ósnert í mörg ár og lesmál bókanna álíka óskiljanlegt þeim, sem þar gengu um, eins og það væri fleygletur eða rúnaristur frá fornöld. I nágrenni þessa bæjar og í honum sjálfum var eitt sinn íslenzk byggð, sem nú er horfin og flestum gleymd. íslendingar hófu hér landnám um og eftir síðustu aldamót, og þegar byggðin var í blóma, taldi hún um þrjátíu heimili. Það var allforvitnilegt að litast um í þessum gamla skáp. í honum voru um 250 bækur og smárit alls konar, en margt var týnt eða burtu hlaupið í vösum bókasafnara, að sögn þeirra er til þekktu. í skápn- um var einnig skrá yfir safnið, og fundarbók, þar sem gerð er grein fyrir stofnun lestrarfélags og hvaða bækur hættust safninu á ýmsum tímum. Augljóst var, að þessar bækur höfðu ekki verið keyptar fyrir fordildar sakir eða til augnagamans eigendum sínum, þær voru mjög lúðar og lesnar nær upp til agna. Þessi skápur segir sögu, sem hvergi er skráð, enda hefur jafnan verið hljótt um þessa byggð. Hún var bæði fá- menn og afskekkt, og þar komu engir andlegir risar. Hér voru aðeins íslenzkir alþýðu- menn í bændastétt, og enginn þeirra hafði nokkru sinni setið á skólabekk, nema ein kona, sem hafði dvalið á kvennaskólanum á Ytri-Ey í tvo vetur. Skápurinn mælir á sínu þagnarmáli sögu um basl og bókalestur lítils hóps íslenzkra manna, sem voru staddir um skeið á þjóðernislegu og menningarlegu flæðiskeri mitt í mannhafi alls konar fólks af ýmsum þjóðum. Hvergi er þess getið, að þeir þjóðflokkar, sem um- kringdu íslendinga á þessum slóðum, hafi látið sér til hugar koma að lesa bækur eða stofna lestrarfélög. Flestir munu þeir hafa verið þeirrar skoðunar, að þessir útfluttu íslendingar væru að rekast í því, sem þeim kæmi ekkert við; önnur áhugamál stóðu frumbýlingnum nær en að kaupa og lesa bækur. Margir áttu þessir þjóðflokkar, sem þarna bjuggu, það sameiginlegt að vera fákunnandi í verklegum efnum og mállausir á landsvísu. Lífið var þessu fólki basl og búkstrit og fátæktin svo mikil, að núlifandi menn geta ekki gert sér hana í hugarlund. Þeim mun furðulegra er það að sjá af þess- um ummerkjum, hvernig þetta íslenzka fólk skar sig úr fjöldanum og hvers konar lesmál það valdi sér til fræðslu og hugarhægðar. Augljóst er af bókakosti þessara manna, að þeim var mjög í mun að efla og af- henda niðjum sínum hina tvíþættu menningararfleifð feðra sinna, trú sína, tungu og bókmenntir þjóðarinnar. Að vísu er tiltölulega lítið af trúmálaritum í skáp þessum. En í fundarbók lestrarfélagsins er gerð grein fyrir ástæðunni til þessa. Trúmálabækur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.