Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Qupperneq 136
136
KRISTJÁN FJALLASKÁLD OG MATTHÍAS JOCHUMSSON
En vel má vera, að sumt hafi hann kveðið tvítugur svo vel, að sumir aðrir, sem skáld
eru kallaðir, kveða ekki betur sextugir, sjötugir, áttræðir. Gáfu listarinnar má laga, en
ekki gefa.“
XV. úr bréfi til Höllu Eyjólfsdóttur á Laugabóli, Akureyri 1919
(ódagsett):
„En hefði ég verið Kristján greyið skáld, hefði oftlega mín kvöld- og morgunbæn
verið í hans anda, sem ég get ekki hlegið að nema í strákahóp: „Hvað er líf manna?
Háski, böl, höfuðverkur og iðrakvöl, tannpína, tóbaksleysi.“ Svei því! Það er grað-
hestaskyr! “15
XVI. Veturinn 1869 héldu vinir og skólabrœður Kristjáns Jónsson-
ar í Reykjavík samsœti eða erfisdrykkju til rninningaj um
hann. Matthías Jochumsson var þá prestur í Móum á Kjalar-
nesi og gat ekki komizt í samsœtið, en sendi Valdimar Briem
gamanbréf og erfiljóð til að lesa þarna upp. Með því að þetta
eru beztu eftirmœlin, sem ort voru um Kristján, þykir ekki
úr vegi að Ijúka þessu greinarkorni með þeim.
t KRISTJÁN JÓNSSON
Vantar nú í vinahóp,
völt er lífsins glíma,
þann, er yndi og unun skóp
oss fyrir skemmstum tíma.
Þegjum! dauðans regin-rán
rymur hátt á ströndum:
„Nú er kempan Kristíán
krepptur heljar böndum".
ÁSan stóð meS hom í hönd
halurinn sálarsterki;
harpan kvaS sem hjör viS rönd
og hringum ofna serki.
Ógnum slungin unglings sál
ægSi flestum beimum,
heit sem hál og beitt sem stál
bjó hún í öllum heimum.
Nú er harpan hljóS og ein,
hryggSarþrumu lostin,
aSeins heyrist óma kvein
eftir strenginn brostinn.
Hans mun lifa IjóSum í
IiSinn kynjadraumur,
meSan sprengir klettakví
kaldur jökulstraumur.
ÞaS, sem brann í bragnings sál
á bárum kaldrar ævi,
glampa skal sem brenni bál
brims á þrúSgum sævi.
Beztu ljóSum listamanns
leynir ei nóttin svarta;
fóstran góSa, gamla hans
geymir þau öll í hjarta.
Nær munu fjöllin fom og köld
Fróns á norSurjöSrum
aftur fylla skarS í skjöld
meS skáldum slíkum öSrum?
Goða- voSa fríði -foss
og fagri Herðubreiði!
veriS um aldir kumhl og kross
Kristjáns yfir leiði.10