Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Page 144

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Page 144
144 BÓKAEIGN AUSTUR-HÚNVETNINGA 1800-1830 um aftan við nöfn bókanna. Vísa þeir til skrár aftan við yfirlitin yfir prestaköllin, þar sem sjá má, hver heildarfjöldi algengustu bókanna var, og einnig er þar gerð nán- ari grein fyrir þeim en í töflunum. Bók sú, er flest eintök voru til af, Grallarinn, er merkt (a) og síðan koll af kolli. Má því, í fljótu bragði, bera dreifingu bókanna í hverju prestakalli saman við heildardreifinguna. DÁNAR- 0 G SKIPTABÚ í skrám um dánar- og skiptabú má víða finna nákvæmar færslur um bókaeign. Þar eru færðar jafnt veraldlegar bækur sem andlegar, og virðist mega gera ráð fyrir, að þar hafi engu verið sleppt. Allt hefur verið metið til fjár, og sést það glöggt, ef litið er á upptalningu annarra hluta í skránum. Þar eru tíundaðar smáspýtur, naglar og gauðrifnar flíkur. Við leit að bókaeign í dánar- og skiptabúum var miðað við sömu sjö prestaköllin og við úrvinnslu húsvitjunarbókanna. Eins og fram kemur í yfirlitinu yfir einstök prestaköll, fundust 14 til 22 skrár yfir dánar- og skiptabú. Frá niðurstöðum athugana á skrám þessmn er skýrt á þann hátt, að tilgreindur er heildarfjöldi bóka í hverju búi. Þar sem eitthvað finnst af veraldlegum bókum, er tala þeirra í svigum fyrir aftan heildartöluna. Síðan er birt skrá um allar veraldlegar bækur, sem fundust í hverju prestakalli. Sömu veraldlegar bækur eru oft til í fleiri en einu prestakalli. Til að komast hjá endurtekningum er hver bók merkt í yfirlitinu með bókstaf viðkomandi prestakalls, t. d. Þ fyrir Þingeyrar, og tölustaf. Ef bók úr Þingeyraprestakalli var einnig til í öðru prestakalli, er nafns hennar aðeins getið þar, en í svigum fyrir aftan stendur t. d. Þ.l. Má þá fletta upp í Þingeyrum til þess að fá nánari upplýsingar um bókina. Ekki var unnt að gera grein fyrir öllum veraldlegum bókum í fjórum stærstu bú- unum. Bækurnar voru svo sundurleitar og á svo mörgum tungum, að miklu rækilegri rannsókn hefði þurft til þess að greina sundur andlegar bækur og veraldlegar. Verður því látin fylgja skrá um söfn þessi í heild, og eru bækurnar færðar í sömu röð og gert var í heimildunum. Skrár þessar eru heldur óvandaðar og margt um villur. Hér var sá kostur tekinn að fylgja þeim eins og þær koma fyrir og lesið varð. Vafalaust skeikar þar einhverju, ekki sízt í skránni um bókasafn Odds Stefánssonar, sem er nokk- uð torlæs á köflum. Stærsta bókasafnið af þessum fjórum var fært í skiptabók, sem merkt er 1807- 1810, en ártalið, sem stendur í upphafi færslunnar, er 1806. Eigandi þessa bús var Oddur Stefánsson, klausturhaldari á Þingeyrum og ritari yfirdóms, en hann fluttist að Stóru-Giljá 1803. í safni hans var 231 bindi. Samkvæmt skrá í skiptabók frá 1829 átti séra Jón Jónsson, prófastur á Auðkúlu, næststærsta safnið, 141 bindi. Þriðja stærsta safnið var í eigu séra Björns Jónssonar í Bólstaðarhlíð. Voru 109 bindi í dánarbúi hans 1826. Fjórða bókasafnið í röðinni var í eigu frú Sigurlaugar Jónsdóttur, Ytra-Hóli í Höskuldsstaðaprestakalli. Er skrá um það færð 1829, og var þar 81 bindi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.