Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 34
Sjóbúbir í Reykjavík um 1840
Árið 1905 kom tilboð frá Thore-félaginu svo-
nefnda, sem aðallega var eign Þórarins E. Tuli-
nius, um að hefja ferðir hingað til lands, svo
og strandferðir fyrir talsvert lægri styrk, eða 50
þúsund kr. á ári. Voru ferðirnar þó miklu fleiri
og hagstæðari fyrir landið. Þegar þessi sam-
keiJjinisaðili kom fram, bauðst Sameinasta fé-
lagið þegar í stað til þess að annast álíka marg-
ar ferðir gegn 30 þúsund kr. styrk. Með þessu
sýndi félagið' greinilega, að styrkur sá, er það
hafði áður haft, hefur verið margfaldlega of hár,
í skjóli þess, að ekki var um neina samkeppni
að ræða. Strax og samkeppni myndaðist, lækk-
aði krafan um styrk svo stórkostlega, og þegar
hætt var með öllu að styrkja siglingar Samein-
að'a félagsins liingað, eftir að Eimskipafélagið
var stofnað, virðist félagið hafa getað haldið
uppi talsverðum siglingum til íslands, a. m. k.
framan af, styrklaust með öllu.
Þá gerðist það á Alþingi 1909, að miklar bolla-
leggingar urð'u um, að landssjóður keypti hluta-
bréf í Thore-félaginu, til þess m. a. að Alþingi
gæti þar með ráðið nokkru um siglingar þess
félags til Islands. Var einnig rætt um að lands-
stjórnin stofnaði hlutafélag til þess að annast
skipaferðir landsins, þar sem hluthafar Thore-
félagsins hefðu forkaupsrétt að hlutabréfum allt
að 300 þús. kr., en landssjóður ætti 500 þúsund
kr. í þessu væntanlega félagi, sem forgangs-
hlutafé. Ur þessu varð þó ekki, heldur var nú
samið' við Thore-félagið til 10 ára um strand-
ferðir hér við land, svo og um millilandaferðir.
En árið 1912 taldi Thore-félagið sig ekki lengur
geta fullnægt þessum samningum, að því er
snerti strandferðirnar, því að mikið tap væri á
þeim ferðum, og miklu meira en sem næmi
styrknum, sem var þó 60 þúsund kr. á ári. Fé-
lagið var því leyst frá samningum sínum, og
enn á ný var samið við Sameinað'a gufuskipa-
félagið, og nú með sýnu verri kjörum, en það
hafði áður boðið, enda öll samkeppni úr sög-
unni. Að vísu voru nú fleiri félög íarin að sigla
hingað til lands á eigin spýtur, en það voru
frekar skipulagslausar siglingar, sem á engan
hátt gátu komið að sama gagni og samnings-
bundnar áætlunarferðir.
Skipaferðirnar voru yfirleitt óheppilegar, m.
a. vegna þess hve óreglulegar þær voru, ferðirn-
ar féllu oft saman, og aftur leið svo langur tími,
að engin ferð félli milli landanna. Þær voru að
mestu bundnar við Danmörku, með viðkomu í
Færeyjum, sem var með öllu óþörf fyrir okkur,
en lengdu aðeins ferð'atímann, enda voru ferð-
irnar að því er virtist frekar miðaðar við hags-
muni skipaeigendanna og danskra kaupmanna
en íslendinga.
Allt þetta varð til þess, að seint á árinu 1912
bundust nokkrir víðsýnir athafnamenn í Reykja-
vík samtökum um, að reyna að koma á fót ís-
lenzku skipafélagi, þar sem fyrst og fremst væri
miðað við' þarfir íslendinga um allan rekstur.
Eftir því sem á undan var gengið, hefur þó á
engan hátt verið glæsilegt, að leggja út í slíkt
fyrirtæki.
„Vestu“-útgerðin, uppgjöf Thore-félagsins, og
stórfelldar greiðslur sem styrkur til Sameinaða
félagsins til þess að halda uppi siglingunum, gaf
ekki sérlega góðar vonir um hagstæðan rekstur
58
FRJÁLS VERZLUN