Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 2
Pétur Benediktsson: Ekki eintómir englar — Áclrepa um endurskoÖun bankalaganna Árið 192ó ákvað Alþingi að kjósa milliþinga- nefnd til þess að íhuga og gera tillögur um hvernig seðlaútgáfu ríkisins skyldi fyrir komið og einnig að öðru leyti að undirbúa endurskoðun á bankalöggjöf landsins. I nefndina voru kosnir alþingismennirnir Ásgeir Ásgeirsson, Benedikt Sveinsson, Jónas Jónsson, Magnús Jónsson og Sveinn Björnsson. Einn nefndarmanna, Benedikt Sveinsson, lagði til að stofnaður væri nvr banki, Ríkisbnnlá Is- lcinds. Hann átti fyrst og fremst að gegna venju- legum störfum seðlabanka, en jafnframt skyldi hann annast veðlánastarfsemi samkvæmt lögum um Ríkisveðbanka Tslands sem samþykkt höfðu verið nokkrum árum fyrr en aldrei komizt til framkvæmda. Hinir nefndarmennirnir fjórir lögðu til að Landsbanka Islands væri falin seðlaútgáfan og seðlabankastörfin jafnframt ahnennri banka- starfsemi. Tillaga meirihlutans varð hlutskarp- ari og var samþykkt með óverulegum breyting- um á Alþingi 1927. Landsbankalögunum var síðan breytt smávegis á næsta þingi, en stóðu síðan óhögguð í nær þrjá áratugi. Ló var nokkr- um sinnum vakið máls á því að rétt væri að fela sérstakri stofnun seðlabankastörfin, og víst munu einar tvær nefndir hafa verið skipaðar til endurskoðunar bankalöggjafarinnar, þótt hljótt hafi verið um tillögur þeirra. Loks hófst þó ríkisstjórnin handa vorið 1957 og flutti frumvárp á þingi um breytingar á Landsbankalögunum, og sigldi það hraðbyri gegnum þingið. Með hinum nýjti lögum voru gerðar mjög mikilvægar — og að meginstefnu réttmætar — breytingar á skipan bankamálanna. En hitt var furðulegt hve aumlega þessi löggjöf var undir- búin í einstökum atriðum, og munu þess fá dæmi að ríkisstjórn og Alþingi hafi kast.að svo liönd- um til meðferðar jafnmikilvægrar lagasetningar. Ekki var frumvarpið borið undir bankastjóra né bankaráð Landsbankans og Alþingi mjög lít- ið tóm gefið til athugunar á því. Hin nýju lög voru felld inn í hin fyrri Lands- bankalög og gefin út sem lög nr. 63, 21. júní 1957 um Landsbanlca Islands. Ef menn gera sér það ómak að lesa þau munu þeir sjá að hér er ekki of hart að orði komizt um afgreiðslu málsins, og hefi ég það þó fyrir satt að stjórnarvöldin hafi sums staðar teflt á tæpasta vaðið þegar þau voru að fella þessa völundarsmíð inn í gömlu lögin og þá meira litið á „tilætlun löggjafans“ en bókstaf samþykktanna. I þessum nýju Lands- bankalögum úir og grúir af löngu úreltum ákvæðum, sem beinlínis er broslegt að lesa við hlið hinnar nýju dagsetningar laganna. Ákvæði um gull-innlausn bankaseðla er eitt dæmið, og gullgildi krónunnar miðað við það sem það var 1927 — eða öllu heldur fram á hinn örlagaríka dag 12. desember 1919, þegar Jón Dúason sprengdi gullinnlausnina með því að framvísa 25.000 krónum í gjaldgengum seðlum Tslands- banka. Ákvæði um rekstur viðskiptabanka Landsbankans eru sárfá í lögunum, en þó nægi- lega mörg til þess að rekast víða á hefðbundnar viðskiptavenjur og heilbrigða starfshætti bank- ans. Spaugilegt dæmi er það að launakjör banka- stjóranna voru í gömlu lögunum ákveðin 12 þúsund krónur á ári og þótti ríkisstjórn og Al- þingi ekki ómaksins vert að brevta því. Vinum bankastjóranna til hugarléttis skal þess þó getið að þeir fá töluverða uppbót á þessi árslaun. En ekki má láta smíðagalla laganna villa sér sýn um það að með þeim var horfið inn á nýja braut. Þótt svo sé kallað að Landsbanki Ts- lands sé enn undir einu nafni og einu þaki, ])á 2 FR J ALS V E R Z L U N

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.