Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 40
Hið fyrirhugaöa skólahús Verzlunarskóla íslands við Þingholtssíræti nokkur sknður á þctta mál, scni að miklu leyti má þakka brautryðjendastarfi félagsins „Sölu- tækni“. Vegna þrengsla í skólahúsinu við Grundarstíg var ckki unnt að koma slíkum námskeiðum á fót þegar í stað. ITefir lcngi Iegið við borð að leysa húsnæðisvandræði skólans með nýju húsi á lóð hans, en ýmsar orsakir orðið til að tefja þær fram- kvæmdir, þó að þær séu nú loksins að hefjast. Hins vegar er þörfin fyrir sérstakt námskeið fyrir af- greiðslufólk orðin svo brýn, að ekki cr unnt að bíða þess lengur, að húsakostur skólans rýmkist. Hefur því verið horfið að því ráði að fá húsnæði í húsi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur við Von- arstræti fyrir námskeið í afgreiðslustörfum. Fyrirlnigað er, að námskeið þetta starji sem sér- stölc dcild við Verzlunarskóla íslands, og verði ein- góngu helgað ]>jálfun og menntun ]>eirra, sein aj- greiðslustörf vinna eða œtla að leggja ]>au jyrir sig. Mun námskeið þetta hefjast upp úr næstu ára- mótum og standa að þessu sinni í fjóra mánuði. Eftirfarandi námsgreinar verða kenndar: islenzka, rcikningur, bókfærsla, afgreiðsla, sölufræði, sölu- mennska, vörufræði, auglýsingar, gluggasýningar og ritun auglýsinga (skiltaskrift). Sérstök áherzla verður lögð á þjálfun í afgreiðslu- störfum og á leiðbeiningar í samskiptum við við- skiptavini. Æfingabúð með öllum helztu tækjum verður sett á laggirnar í sambandi við námskeiðið. En mikilvægast af öllu fyrir góðan árangur af nám- skeiðinu er samt að fá hæfa menn lil kennslunnar. Mun öllum, sem hér eiga hlut að máli, vera það Ijóst að leggja ber kapp á, að svo megi verða. Þróun viðskiptalífsins hefur, sem kunnugt er, ver- ið mjög ör á undanförnum árum. Stórstígar breyt- ingar hafa orðið á skipulagi og starfsháttum smá- söluverzlana. Afgreiðslufólk hefur því á skömmum tíma þurft að samhæfast nýjum aðstæðum. Væri vissulega ósanngjarnt að ætlast til, að jiessi stétt ein allra gæti komizt af mcð brjóstvitið eitt án nokk- urrar undirbúningsmenntunar og leiðbeininga. Er enginn vafi á, að ýmsar þær misfellur, sem bent hefur verið á í afgreiðsluháttum og framkomu af- greiðslufólks, stafa beinlínis af skorti á tilsögn og þjálfun. Væri sjálfsagt hægt að lagfæra margt, er miður fer í þessum efnum, ef hæfir menn fengjust til að fræða hina ungu og upprennandi starfs- menn um, hvernig þeim ber að standa í stöðu sinni. Og það er einmitt jætta verkefni, sem hinni nýju deild Verzlunarskóla íslands er ætlað að leysa af hendi. 40 FR.TÁLS VERZI.UN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.