Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 23
frá flokkslínunni síðar eða gengur af trúnni, getur verið, að ábyrgðarmaðurinn lendi í klípu. Arið 1950 voru raeðlimir kommúnistaflokksins kringum 7.200.000, eða um fjórir af hundraði af íbúum landsins. Eg sá „unga framverði“ hundruðum saman, alla með rauð bindi, þar sem verið var að fara með þá í stórum hópum í grafhýsið mikla og sýna þeim lík Lenins og Stalins. Einnig sá ég þá í söfnum víðs vegar í borginni og í Kreml. Allt er þctta gert í þeim tilgangi að fræða þá um land og þjóð og innræta þeim dyggðir kommúnismans. Manni dettur ósjálfrátt í hug í þessu sambandi, hvort við Bandaríkjamenn leggjum nógu mikla áherzlu á Sjálfstæðisyfirlýsinguna eða Mannréttindaskrána, þar sem tryggt er málfrelsi manna og trúfrelsi, eða aðra ómetar.lega kosti þjóðfélags okkar. Vera má að „basebal!“ sé ekki þess virði, að það sé aðalefni hátíðahaldanna fjórða júlí (þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna). Fjórir af hverjum fimm Itússum hlutu skóla- menntun sína eftir kommúnistabyltinguna 1917. Þeir þekkja aðcins eina tegund af þjóðskipulagi bæði af menntun og af daglegri reynslu við að búa í kommúnistaríki. Ekkert tækifæri er heldur látið ónotað til að minna þá á, hve illt ástandið var á dögum keisarastjórnarinnar. Ótal söfn eru notuð til þess að sýna, hve gegndarlaus auður, eyðslusemi og óhóf þessara stjórnenda var fyrr á öldum, og hve lítið þeir hirtu um velferð fjöldans. Yfirlcitt hefur fólk er-gan aðgang að erlendum blöðurn, línia- ritum eða bókum og ekki er auðvelt að hlusta á erlendar útvarpsstöðvar. Hvað umheiminn snertir, lifa íbúar Sovétríkjanna í nær algeru andlegu tómi. Allir þeir, sem lialda áfram námi í æðri skólum, verða að sækja tíma í sögu kommúnistaflokksins, kenningum Karls Marx og verða að fræðast um byltinguna 1917 og framkvæmd hins rússneska hag- kerfis. Fræðsla um fortíðina Fólkinu er sagt, að árið 1917, þegar sósíalista- byltingin varð, hafi Rússland átt miklar náttúru- auðlindir, en hafi samt sem áður staðið öðrum þjóðum að baki. Oft var hungursneyð meðal bænda, þótt rúmlega 80 af hundraði íbúanna stunduðu landbúnað. Þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar voru hvorki læsir né skrifandi og 80 af hundraði af börn- um landsins gátu ekki sótt skóla. Fyrir byltinguna voru 14 þúsund almenningsbókasöfn, en nú eru þau 400 þúsund. Fjöldi skólakennara hefur aukizt úr 279 þúsundum í rúmlcga 1.800.000. Við hinn nýja Moskvuháskóla, sem er til húsa í skýjakljúf, eru 22 þúsund stúdentar, og þar eru hundrað rann- sóknarstofur og um það bil 2.500 fyrirlesarar og vísindamenn Fimm af hverjum sex stúdentum við þennan háskóla og yfir 80 af hundraði af stúdentum við allar æðri menntastofnanir njóta styrks frá rík- inu eða stuðnings þess á annan hátt. Þessi aðstoð nemur því, sem stúdentinn mundi vinna sér inn, ef hann ynni í stað þess að stunda háskólanám. Frá 1929 hafa meira en 75 þúsund skólabvggingar verið reistar fyrir samtals 17 milljón nemendur. Nú er talið, að fjöldi barna í skólum landsins sé um 33.000.000, en kringum 41.000.000 í Bandaríkjun- um. Árið 1958 tilkynntu Rússar, að stálframleiðsla þeirra væri kringum 55 milljónir tonna, þ. e. meiri á einum mánuði en allt árið 1913. Þá kváðust þeir framleiða jafnmikið rafmagn á þremur dögum og keisarastjórnin gerði á heilu ári. Árið 1957 var stálframleiðsla Sovét-Rússlands meiri en stálfram- Ieiðsla Stóra-Bretlands og Vestur-Þýzkalands sam- anlagt. Samkvæmt áætlun á stálframleiðslan að vera komin upp í 95 til 100 milljón smálestir árið 1965. Þetta eru aðeins nokkur sýnishorn úr þeirri sögu, sem sovézka stjórnin er að berja inn í höfuðið á fólkinu, til samanburðar á nútíð og fortíð. Hún segir þjóðinni, að nú sé Rússland að bæta upp fyrir alda- langa óstjórn í efnahagsmálum landsins og sýna heiminum hina miklu yfirburði sósíalismans yfir auðvaldsskipulagið með því að vera nú orðið annað stærsta iðnveldi heims á þessu stutta tímabili, eða frá 1917. Það er augljóst að Sovétríkin leggja nú einnig mikla áherzlu á þróun flugvélaiðnaðarins til að efla efnahaginn í landinu og í hernaðarlegum tilgangi, auk þess sem það getur haft mikil áhrif annars staðar í heiminum. Þar eð áhugi á flugmálum er mikill í mörgum löndum, gera Rússar sér án cfa vonir um að afla sér virðingar heimsins með því að ná forystu í þessum iðnaði. Þeir tóku snemma í notkun þot.ur af gerðinni TU 104, vafalaust með það fyrir augum að sýna heiminum og sanna yfir- burði sína og framfarirnar, sem orðið höfðu á þessu sviði. Nú eru þeir einnig komnir með nýja hverfil- hreyfla. Sú aðstaða, sem landfræðileg lega landsins veitir, er ekki síður mikilvæg í þessu efni. Nokkrar af mikilvægustu alþjóðaflugleiðum liggja yfir hið víðáttumikla rússneska landsvæði. Mið-Austur- lönd hafa alltaf verið talin hinar miklu krossgötur heimsins, þó er leiðin frá London til Indlands þriðjungi styttri, þegar farið er um Moskvu, heldur en þegar farið er um Mið-Austurlönd. Og það er helmingi styttra frá London til Tokyo um Moskvu heldur en um Indland. Því er ekki ósennilegt, að Moskva verði ein helzta loftferðamiðstöð heimsins í framtíðinni. ril.TALS VERZI.UN 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.