Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 5
er lienni ósammála. Eg lield að þessi skoðun sé töluvert almenn, en hún er að mínum dómi al- röng. Ef hér væru starfandi nokkrir öflugir einkabankar gæti þetta komið til greina. En nú er hér aðeins einn einkabanki, Iðnaðarbankinn (og þar er rílcissjóður stærsti hluthafinn) og vísir að öðrum, Verzlunarsparisjóðurinn. Vonandi eiga þeir eftir að dafna, en því miður eru þeir ennþá alltof lítils megnugir til þess að áhrifa þeirra gæti sem skyldi. Eg bið menn nú að hugsa sér að meginhluti allra lánveitinga væri kominn í hendur tveggja banka, Seðlabankans ef um ]án til fjárfestingar væri að ræða og „Aðalvið- skiptabankans“ ef um rekstrarlán væri að ræða. Vildi nokkur atvinnurekandi í landinu í alvöru eiga alla sína fjárhagsheill undir þessum tveim stofnunum? Einum eða tveinmr mönnum væri selt algert sjálfdæmi um flestar framkvæmdir í landinu. Þetta sjálfdæmi vissi ekki aðeins að hverjum einstakling, hvort hann ætti að ta tæki- færi til að rétta sig úr kútnum. Það vissi að heildarstefnunni, allt væri komið xmdir þessum óáfrýjanlega dómi um rekstrarform og nýmæli í atvinnuháttum; jafnvel sjálft „jafnvægið í byggð landsins“ yrði að lúta þessum fámenna dómstól. Þetta væri kannske gott og blessað ef aldrei veldust aðrir en englar í bankastjórastöðurnar. En að öllum fyrrverandi og núverandi banka- stjórum ólöstuðum — er ekki dálítið varhuga- vert að treysta því, að þar geti aldrei komið nein undantekning? Og sá sem er engill í augum eins, er hann ekki oft. púki í annars augum? Fáein bankastjóralaun myndu sparast; þó varla eins mörg og mönnum gæti sýnzt fljótt á litið. Þeir sem þekkja biðstofur bankanna vita að einhverjir yrðu að afgreiða alla viðskipta- vinina sem nú söfnuðust á einn stað. Og banka- ráðsmönnum myndi fækka. En í fyrsta lagi eru það ekki feitir bitlingar og í öðru lagi efast ég ekki um hugkvæmni þingmanna að skapa aðra ef þessir hyrfu. Astandið í bankamálum er sannarlega ekki fullkomið, en það er ekki dýru verði keypt fyrir þá sem einhverju vilja koma í framkvæmd að greiða þennan tilkostnað til þess að eiga fleira en eitt athvarf. Þrír viðskiptabankar geta verið eign sama aðilja án ]m>ss að lúta einni stjórn. Reynslan sýnir að þessir þrír bankar hafa, þrátt fyrir alla galla, keppt töluvert hver við annan um að gera viðskiptavinum sínum til hæfis, jafnvel á þessum tímum, þegar eftir- spurn eftir lánsfé fer svo langt fram úr getu bankanna. Kannske finnst þér, lesandi góður, ekki af miklu að státa hjá bönkunum um fyrirgreiðslu, og kannske finnst þér þú stundum þurfa að bíða lengi. En hugsaðu þér hvernig það væri ef bank- inn væri aðeitis einn, og láttu huggast. Mér þætti leitt að láta lokaorð mín vera svo mjög ósammála Jóni Arnasyni, og því þykir mér vænt um að geta tekið undir þá ósk hans, að „það œtti að vera stefna Seðlabankaits að stuðla að stofnun og rekstri einkabanka,“ og skáletra ég orðin að þessu sinni vegna stuðnings míns við tillöguna. Það er vafalaust rétt að þar gætu hinir öflugri sparisjóðir oft orðið góður grund- völlur. En aðalatriðið er þetta: Vinda þarf bráðan bug að endurskoðun bankalöggjafarinnar, fvrst og fremst Iaganna um Seðlabankann, en einnig þarf að semja ný lög fyrir Landsbanka Islands, því að þau fáu lagaákvæði sem um hann gikla — eða um það sem kallað er viðskiptabanki hans — eru vægast sagt ómynd. Þá þarf að taka fyrir lögin um banka og spari- sjóði almennt. Meðal margra annarra efna sem þar þarf að athuga er það, hvort ekki sé tími til kominn að afnema ríkisábyrgð á sparifé þriggja stærstu bankanna. Samtímis því þarf strangari reglur og aukið eftirlit til að trvggja innstæður þeirra sem nú geyma fé í innlánsdeildum verzl- unarfyrirtækja — kaupfélaganna. Við eigum nóg af hæfum mönnum til þess að undirbúa þessa lagasetningu og vísa aðstoð er- lendra banka eftir því sem þörf krefur. Það er því ástæðulaust með öllu við þessa endurskoðun á bankalöggjöfinni að brenna sig á sama soðinu og síðast. F R J A I. S V F, li Z I. U N

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.