Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 12
og síðan við uppbyggingu verksrniðjanna og rekstur þeirra. Eg tel mér því skylt að benda opinberlega á og ræða þá möguleika, sem mér virðast opnast okkur út frá þessum tveimur stóriðjugreinum, sem nú eru vaxnar hér úr grasi. Það gæti ef til vill orðið til þess, að fleiri en ég færu að velta þessum við- fangsefnum fyrir sér. Allar framkvæmdir byrja sem hugmyndir, og því fleiri, sem opna augun fyrir þess- um möguleikum, þeim mun meiri líkur verða fyrir framkvæmdum. Okkur íslendingum hefur verið það lengi ljóst, að land okkar er fátækt af hráefnum, er við gætum byggt útflutningsiðnað á. Hugsjónamenn okkar, cr séð höfðu, hvernig nágrannar okkar byrjuðu upp- byggingu iðnaðar sins, litn vonaraugum til fossa okkar og þess krafts, sem í þeim býr, og þá dreymdi stóra drauma um iðnframkvæmdir, er byggjast myndu á þeim. Upp úr aldamótum fóru þeir að tala og skrifa, bæði um áburðariðnað og sementsiðnað. En þetta urðu í byrjun aðeins draumar, sem strönd- uðu fyrst og fremst á þrennu: Féleysi, þekkingar- leysi og hráefnaleysi. En þessi draumur dó aldrei meðal Islendinga, og smátt og smátt breyttist þetta. Islenzkir námsmenn öfluðu sér þekkingar á hinu tækni- lega sviði, og ástandið í fjármálum breyttist þann- ig, að menn sáu hilla undir þann möguleika að afla fjármagns til framkvæmdanna. Orkuna höf- um við í fossunum, cn hún er einn aðalundirstöðu- þátturinn til stóriðju. En það þarf meira til, og þá sérstaklega hráefni, og þau vantaði hér í nægilegu magni. Til framleiðslu á köfnunarefnis-áburði og sementi þurfti kalk. Svo til eina kalkið, scm vitað var um hér á landi, var dreifður, tiltölulega óhreinn skelja- sandur í fjörum á nokkrum stöðum. Það var talið vafasamt að byggja stóriðnað á því. En þá gerðist stórmerkur hlutur árið 1949, scm gjörbreytti öllum möguleikum okkur til stóriðju. Eg geri ekki ráð fyrir, að rnenn almennt hafi gcrt sér grein fyrir, hve mjög sá atburður, cr nú skal greint frá, markar tímamót í iðnaðarsögu íslands. Athuganir um möguleika á byggingu bæði áburðarverksmiðju og sementsverk- smiðju höfðu staðið yfir við og við frá því 1934, og var þá reiknað með ýmist að flvtja inn efni til vinnslunnar eða að byggja hana á hinum dreifðu Stjómarmiðstöð í sjálfvirkri verksmiðju 12 F lt J A L S VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.