Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 37
stakra franskra manna og íslenzkra innbyrðis.
Greitt var ýmist í vörum eða með peningum, og
gekk frankinn og krónan meðal fólks jöfnum hönd-
um þar á staðnum. Frakkarnir sóttust einkum
eftir baðmullardúkum og eldspýtum, sem voru há-
tollaðar í þeirra landi. Þá höfðu þeir og mikinn
áhuga fyrir íslenzku togvettlingunum, sem voru
gríðarstórir, en þófnuðu við notkun og urðu afar
endingargóðir. Sama gilti um duggarapeysurnar.
Sem dæmi um verðlag, er hélzt stöðugt í þessurn
viðskiptum um langt skeið, má geta þess, að vett-
lingarnir seldust fyrir 10 kexkökur, sem voru stórar,
allharðar, með götum, og þóttu kostamatur. Fyrir
tveggja vetra nautgrip fengust 6 tunnur kex, ö
tunnur kartöflur og eitthvað veiðarfæra.
Enda þótt Frakkarnir hefðu töluvert vín undir
höndum, var það aldrei verzlunarvara. Daglegur
skammtur þeirra sjálfra var 1 lítri rauðvíns og 1
peli koníaks, en sterki drykkurinn var þó síðar
tekinn af þeim. A þilfari var jafnan áma lítt eða
ekki áfengs öls, sem þeir mát.tu neyta að vild. Vatn
drukku þeir ekki við þorsta, nema soðið væri. En
þeir gáfu oft vín, er þeir höfðu dregið saman með
því að geyma dagforða sinn. Var þeim gjarnt, er
])eir gengu á land, að hafa meðferðis flösku rauð-
víns eða koníaks, handa vinum sínum, sem þeir
áttu marga. Var þá oft glatt á lijalla kvöldstund.
Unglingar á skútunum kynntust jafnöldrum sín-
um í landi, og hélzt sú vinátta æ síðan. Þá mun
og stundum hafa verið gott vinfengi milli kynjanna,
enda kannast allir við vísu Jónasar Hallgrímssonar:
„Þar eru blessuð börnin frönsk með borðalagða
húfu.“
Aðalsmerki þessara frönsku fiskimanna bæði
austan lands og vestan var prúðmennska og hátt-
vísi. Atök eða illindi af þeirra liálfu var óþekkt
fyrirbæri. Um þetta eru allir, sem til þekkja, á
einu máli.
Flestir töluðu mállýzku síns heimahéraðs; margir
skildu jafnvel ekki frönsku. Sumir töldu sig ekki
vera Frakka, heldur af ætt víkinga, svo sem tunga
þeirra bar vott um. Atti þetta einkum við um
Bretaníumennina, sem sóttu Vestfirðina. Eftir að
skólaskipin komu til sögunnar lærðu þó allir
frönsku, enda skylda. Málið, sem landsmenn not-
uðu til þess að gera sig skiljanlega, var furðulegur
blendingur og ekki óskemmtilegt rannsóknarefni.
Hefi ég grun um, að Stefán Einarsson, prófessor,
hafi kannað það að nokkru. Algengustu orðin við
kaupsýsluna voru „vodderling“ og „biskví“ (vett-
Skúta frá Dunkerquo
lingar fyrir kex). Eggcrt Bachmann, bánkaritari,
hefir sagt mér, að á Patreksfirði hafi austan-orðið
„vodderling'* hljómað „votalín“, og þar var eink-
um sótzt eítir „savon“ (sápu). En bæði eru orðin
sennilega afbökun íslenzkunnar vettlingar í líkingu
við framburð Frakka á því orði. Sagnir eru um
margar spaugilegar mállýzkusetningar, er menn
beittu í sainskiptunum við hina frönsku, en ekki
kostur að rekja hér.
í Frakklandi var stofnað félag með nafninu
Ocuvres de Mer. Það gerði út spítalaskip til hjálp-
ar íslandsförunum, og slíkt var talið hlutverk Fá-
skrúðsfjarðar, að þar var reist franskt sjúkrahús,
ennfremur af kaþólskum í Frakklandi hús fyrir
guðsþjónustur og aðra starfsemi. Dvöldust þarna að
staðaldri tvcir franskir prestár, svo og frönsk
hjúkrunarkona til aðstoðar héraðslækninum. Vel
hirtur vígður reitur var á staðnum, og þar gat að
líta hina sérkennilegu litlu; trékrossa á leiðum
frönsku sjómannanna. A krossinn var letrað nafn
sjómannsins, fæðingar- og dánardægur eða einfald-
lega aldur lians, svo og latnesku orðin Requiescat
in pace (hvíl í friði). TJti á miðunum sást tíðum
eftirlitsskipið Lavoisier, og birgðaskip komu með
vistir og bréf til íslandsfaranna frá Frakklandi.
Þessi birgðaskip, sem sjálf voru skonnortur, tóku
að jafnaði afla úr fiskiskipunum heim með sér.
Eggert Bachmann, sem til var vitnað áðan, hefir
lýst, hversu skemmtilegt gat verið að sjá hinn
franska flota, er safnaðist á Patreksfjarðarhöfn
á vorin. Fiskiskipin lögðust upp að hliðum birgða-
skipsins, sitt til hvorrar handar, meðan afferming
FUJÁLS VEUZLUN
37