Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 14
Kjarna (Ammoníum Nítrat) haglmvndaðar kúlur 33Vs>% N2 Kalk-ammon saltpétur haglmyndaðar kúlur 20%% N2, 14% Calcium Kalk-saltpétur (Noregs saltpétur) haglmyndaðar kúlur 15%% N2, 20% Calcium Tvígildan áburð köfnunarefnis og fosfórs haglmyndaðar kúlur 20% N2 og 20% P2O5 Þrígildan áburð köfnunarefnis, fosfórs og kalís í mörgum blöndum, sem innihalda frá 40^45% áburðarefni. Auk þess má bæta í öðrum áburðarefnum, sem sums staðar þarf örlítið af (snefilefnum), eftir vild. Yrði þetta gert, værum við íslendingar búnir að fá eins fjölbreytta áburðarframleiðslu og við höf- um þörf fvrir og værum orðnir fyllilega sjálfum okk- ur nógir á því sviði. En nú kem ég loksins að kjarna málsins. Ég byrjaði að tala um stóriðju, og átti þar ekki sízt við stóriðju með útflutningsframleiðslu fyrir augum. Flestum íslendingum er kunnugt um, að frændur okkar, Norðmenn, eru stærstu áburðarút- flytjendur heims og að framleiðslu þessa byggja þeir fyrst og fremst á raforku, kalksteini og kunn- áttu. En það munu ekki eins margir vita, að á þess- um sömu þáttum hafa þeir byggt upp geysimikinn útflutningsiðnað fjölda annarra efnaiðnaðarvara. Eftir fund skeljasandsnámanna í Faxaflóa eig- um við Islendingar að hafa öll sömu skilyrði og Norðmenn til þess að byggja upp stórfelldan út- flutningsiðnað efnavara, og ef við höldum vel á málunum, getum við nú staðið á þröskuldi okkar iðnaðarbyltingar. Benda má á, að vinnsla skelja- sands okkar mun vera með ódýrustu kalkvinnslu- aðferðum. Norðmenn þurfa t. d. að sprengja allan sinn kalkstein úr neðanjarðarnámulögum. Ég vil aðeins nefna nokkur dæmi um iðnað, byggðan á skeljasandi (kalki), lofti og vatni. Eða það er að segja úr frumefnum þessara hráefna, köfnunarefni og súrefni loftsins, vatnsefni vatns- ins, kalsium, kolefni og súrefni kalksins. Úr þeim er framleiddur kalksaltpétur og kalk- ammon saltpétur. En úr þeim er einnig unnið hið nýja og mjög svo eftirsótta efni, Urea, sem er meðal annars notað sem köfnunarefnisáburður og inni- heldur 46% köfnunarefni. Ilcf ég hann einkum í huga til útflutnings, því að flutningskostnaður hans er svo lágur á áburðareiningu vegna hins háa köfnunarefnisinnihalds hans. Er hann mikið seldur til hitabeltislandanna í Afið- og Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. Þá er Urea ekki sízt notað scm hráefni í plastiðnað, sem nú ryður sér til rúms á öllum sviðum. Úr lýsissýrum og Urea er hægt að framleiða plastefni mcð svipaða eiginleika og nælon. og eru t. d. Japanir farnir að framleiða úr því þráð- efni, sem notuð eru m. a. til veiðarfæra. Úr köfnunarefni og súrefni loftsins og vatns- efni vatnsins .er einnig framleitt ammoníum nítrat, sem er notað til sprengiefnaframleiðslu og áburðar. Mcð því að kljúfa með rafmagni upplausn af matarsalti gætum við framleitt Clorine, sem er notað í trjá- og pappírsiðnaði og í magnes- íumframleiðslu. Þá myndum við um lcið framleiða sóda, sem notaður er til sápugerðar, og úr sóda og köfnunarefni er framleitt soda nítrat, sem notað er í gleriðnaðinum og til kjötgeymslu. Calcium úr skeljasandinum er m. a. mikið notað til rykbind- ingar á malarvegum. Úr skeljasandinum og köfn- unarefni má einnig framleiða bökunarduft (Bicar- bonate of Ammonia). Einnig má framleiða Polya- mínostyrene, sem notað er til lækninga. Þannig mætti lengi halda áfram að telja upp þá möguleika, sem opnast, þegar ný iðjuver eru komin af stað. Við höfum orkuna og hráefnin. Við höfum áhuga- sama, unga, tæknimenntaða menn, sem þurfa að fá tækifæri til að starfa, og þá kemur reynslan og þekkingin saman, sem síðan skapa nýjar fram- leiðslugreinar. Við íslendingar getum mikið af Norð- mönnum lært. Það er unun og aðdáunarvert að sjá, hvað þeir hafa gert, og hverju þeir hafa afkastað á skömmum tíma, og sjá, hvernig iðjuver þeirra hlaða utan á sig. Ég átti þess kost fyrir skömmu að dveljast nokkra daga í aðaliðnaðarmiðstöð Nor- egs, verksmíðjum Norsk Hydro á Heroya, og kynna mér hina fjölþættu framleiðslu þeirra. Fyrir 30 árum, er Norsk Hydro keyptu Heroya- nesið, voru þar 5 bændabýli, en ekkert þorp eða iðnaður. Nú er nesið allt samfellt verksmiðjusvæði, þar senr vinna 5000 manns, og er nú svo komið, að ekki er lengur rúm fyrir frekari útþenslu á nesinu. Meðfram annarri hlið nessins er meira en kílómetra- löng hafskipabryggja, þar sem vöruhúsin eru, og geta skipin legið við hana alla lengdina. Eg sagði, að 5000 manns ynnu í þessum verksmiðjum Norsk Iíydro á Heroya. En mannfjöldinn, sem þar vinnur, er lítill mælikvarði á þær geysimiklu og verðmætu vörur, sem þar eru framlciddar. 14 FUJÁLS VERíLDN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.