Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 18
llerbert V. Prochnow, Vice President, Tlie First National Banh o/ Chicago: Nokkrar hugleiðingar um Sovéfríkin Herbert V. Prochnow er einn af bankastjórum „First National Bank of Clueago". Hann er hagfræðini;ur að menntun og hefur starfað mikið að opinberum málum, m. a. átt sæti í ýmsum bandarískum nefndum á alþjóðaráðstefnum. Einnig hefur hann gefið út fjölda bóka og fjalla þær um svo óskyld efni sem bankamál og ræðumennsku. Grein sú, sem hér birtist var gefin út af fyrrnefndum banka í september sl. Frjáls Verzlun fékk sérstakl leyfi höfundar til að birta hana á íslenzku og er hún lítið eitt stytt. Hér er um hlutlæga og fræðandi grein að ræða, sem á erindi til allra, er áhuga liafa á alþjóðamálum. Járntjaldinu hefur verið lyft ögn frá og fjöldi bandarískra manna sækir nú Sovétríkin heim og sum leppríkja þeirra. Við verðum þó að gera okkur grcin fyrir, að „glufan“ er ekki stór, og strangt eftirlit með henni, eins og einn fróðasti landi minn um þessi mál komst að orði. Til þess að skilja og meta rétt, það sem fyrir augu ber í Sovétríkjunum, er nauðsynlegt að fá nokkrar almennar upplýsingar um land og þjóð (eða reyndar löndin og þjóðirnarj, áður en lengra er haldið. Landið í heild nær rúmlega þrjú þúsund km frá norðri til suðurs og tæpa tíu þúsund km frá vestri til austurs. Það er liér um bil einn sjötti hluti af yfirborði jarðar, nálega tvisvar og hálfu sinnum stærra en Bandaríkin, að Alaska og Hawaii meðtöldum. Þetta er stærsta samfellt landsvæði undir sama þjóðfána. Strandlengjan er nær 4!) þús- und km á lengd með aðeins eina meiri háttar höfn, sem opin er allan ársins hring, þ. e. Murmansk. íbúar Sovétríkjanna eru 209 milljónir, en Banda- ríkjanna 175 milljónir. Um 43 af hundraði af íbú- unum búa í borgum, en í Bandarikjunum eru (»4 af hundraði borgarbúar. Stærstu borgir eru Moskva með fimm milljónir íbúa, Leningrað með rúmar þrjár milljónir og Kíef, Bakú og nokkrar aðrar borgir með kringum milljón íbúa hver. íbúarnir tala 149 tungumál. Síðustu þrjá áratugi hafa verið reistar 503 nýjar borgir í Sovétríkjunum og rúm- lega 1.350 minni bæir. Sjólfstraustið virðist ekki skorta Á aðeins tveimur árum, frá 1954 til 1950, segir Sovétstjórnin að hún hafi lát.ið brjóta til ræktunar óræktað land, sem nemi þriðjungi af öllu ræktar- landi í Bandaríkjunum. Skóglendi er álíka mikið og í Bandaríkjunum, og þaðan kemur stór hluti timburframleiðslunnar í heiminum. Sovétríkin eru einnig auðug af olíu, járngrýti og mangan, og vera má að málmgrýti sé hvergi meira í jörðu en þar. I stuttu máli sagt: náttúruauðlindir eru miklar og við það bætist, að gervöll þjóðin stritar sleitu- laust, og strangt eftirlit er með sölu neyzluvarn- ings og skvldusparnaður mikill. Jafnframt á sér stað mikil fjárfesting í verksmiðjum og framleiðslu- tækjum. Þetta eru helztu ástæðurnar til þess, að sovézkir leiðtogar halda því fram, að ekki fari hjá því, að Sovétríkin verði forystuþjóð heimsins á sviði efnahags- og stjórnmála. Sumir fróðustu sér- fræðingar um Rússlandsmál eru sannfærðir um, að Kremlstjórnin trúi því, að það sé aðeins tíma- spurning, hvenær hún koinist fram úr okkur (þ. e. Bandaríkjunum). Þekktur sovézkur hagfræðingur, prófessor Nikol- ai Lyubimov, hefur birt greinargott yfirlit um mark- mið Rússa í efnahagsmálum. Hann heldur því fram, að í lok yfirstandandi sjö ára áætlunar, árið 1905, verði iðnframleiðsla Sovétríkjanna orðin meiri, miðað við íbúafjölda, en í nökkru öðru landi Evrópu. Jafnframt fullyrðir hann, að árið 1970, eða jafnvel fyrr, verði Sovétríkin orðin fremsta iðnaðarþjóð í heimi, livort heldur miðað verði við framleiðslumagnið í lieild eða framleiðslumagn á íbúa. Þessi áform sýnast ekki mörkuð af lítillæti: Og þau sýna, að ekki skortir sjálfstraustið, en ég hygg, að þau beri einnig vott um skort á full- komnu raunsæi í efnahagsmálum og alvarlega van- þekkingu á þróun atvinnuvega Bandaríkjanna og framtíðarmöguleikum þeirra. — Brezka tímaritið 18 F R J Á L S VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.