Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 31
Loft er venjulega tært, kyrrt og þurrt, þar sem uppgufun er mjög lítil. Milli Kaupmannahafnar og Tokio er nú farið á þrjátíu klukkustundum í stað fimmtíu áður syðri leiðina yfir Indland og flugleiðin stytt úr 10.300 mílum í 8000 mílur. Eins og kunnugt er liggja núverandi pólflug- leiðir til Tokio gegnum Anchorage í Alaska vegna þess að Rússar, eins og áður er sagt, hafa ekki leyft flug yfir Síberíu, en ef það leyfi fengist mundi pólflugleiðin Tokio—Kaupmannahöfn styttast í 5000 mílur. Með tilkomu þotunnar eins og DC 8 á þessar leiðir styttist flugtíminn í seytján klukku- stundir gegnum Anchorage og í tíu klst. yfir Síberíu. Ef athugaðar eru pólflugleiðirnar miðað við Keflavíkurflugvöll sem „transit“-miðstöð á Norð- ur-Atlantshafs- og pólflugleiðum, kemur í Ijós, að miðað við þotur eins og DC 8 yrði flugtíminn milli Tokio og Keflavíkurflugvallar gegnum Anchorage ca. fimmtán klst. en yfir Síberíu ca. níu klst. Flug- tíminn milli Keflavíkurflugvallar og vesturstrand- ar Bandaríkjanna yrði ca. níu til tíu klst. Framtíðarrekstur Keflavíkurflugvallar A síðastliðnu ári samdi sá er þetta ritar tillögur þær er liér fara á eftir, sem hugmynd að framtíðar- rekstri Keflavíkurflugvallar: Að stefnt verði að því, að Keflavíkurflugvöllur verði alþjóðleg lendingar- og skiptistöð (Inter- national Transit Center) á flugleiðunum Austur- Asía—Norður-Ameríka annars vegar og Evrópa hins vegar. Með það fyrir augum verði eftirfarandi atriði rannsökuð: 1) Keflavíkurflugvöllur verði gerður að alþjóð- legri flugfríhöfn. 2) Að leitað verði eftir undirtektum japanskra stjórnvalda og flugfélaga um japansk-íslenzka samvinnu um rekstur flugleiðar til farþega- og vöru-flutninga á leiðinni Tokio—New York og Tokio—Norður-Evrópa um Norðurpólinn með „transit“-þjónustu og bækistöð á Kefla- víkurflugvelli eða flugleiðina Tokio-Keflavík, þar sem Norður-Atlantshafsflugleiðin tæki við farþegum og vörum áfram til Norður-Amer- íku og Evrópu. 3) Athugaðir yrðu möguleikar á, með tilliti til liinnar öru þróunar á vöruflutningum í lofti, að bjóða japönskum útflutningsfyrirtækjum Hægt verður uð ferma og afferma flugvélina „CL 44" ó örstuttum tíma aðstöðu til starfsemi sinnar á Keflavíkurflug- velli með hliðsjón af mörkuðum þeirra í Ameríku og Evrópu. 4) Athugaðir yrðu hugsanlegir möguleikar á að- stöðu íslenzkra verzlunarfyrirtækja til endur- útflutnings (re-export) á japönskum iðnaðar- vörum frá Keflavíkurflugvelli sem fríflughöfn. 5) Með hliðsjón af ofangreindum atriðum yrði látin fara fram athugun á byggingu fullkom- innar bifreiðabrautar milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar með það fyrir augum að gera fyrirhuguðum gistihúsum í Reykjavík fært að annast þá starfsemi í farþegaþjónustu Keflavíkurflugvallar. Tillögur þessar hafa verið teknar til athugunar af íslenzkum og japönskum aðilum. Ekki getur það talizt vansalaust, að ekki séu gerðar neinar áætlanir af hendi íslenzkra stjórnar- valda um fraintíðarrekstur Keflavíkurflugvallar, hvað sem líður herstöðinni þar. Ég tel að það geti tæplega talizt meira en hófleg bjartsýni að gerðar séu framtíðaráætlanir, er miðast við friðartíma um starfsemi og rekstur þessa stærsta mannvirkis á íslandi. Án þess að fara út í hið viðkvæma deilumál, sem herstöðin í Keflavík er, má benda á að svo gæti farið að það yrði ,,NATO“ og Bandaríkja- menn sjálfir sem segðu hervarnarsamningnum upp. Ef stórveldin semja sín á milli um allsherjaraf- vopnun, en tillögur Vesturveldanna og Ráðstjórnar- ríkjanna munu vera í meginatriðum jiær sömu, þá yrðu allar erlendar herstöðvar hernaðarbandalag- anna tveggja lagðar niður innan ákveðins tíma. Samkvæmt varnarsamningi Bandaríkja Norður- Ameríku og íslands er Keflavíkurflugvöllur eign íslendinga og ættu íslenzk stjórnarvöld að muna betur eftir þessari eign sinni og hafa einhverjar F lí J Á L S V E 1! Z L U N 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.