Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 22
ið þá ályktun, að þessi atvinnugrein hljóti að laða
til sín marga af færustu og duglegustu mönnum
landsins.
Vanþekking á öðrum löndum
Verkamaðurinn tekur neyzluvöruskortinum og
hinu háa vöruverði með þögn og þolinmæði, að
minnsta kosti á yfirborðinu, og lítur á þetta sem
fórn, sem hann verður að færa til að efla iðnað
landsins. Hann veit að vísu, að kjör hans eru eitt-
hvað betri nú en áður, en veit ekki, að þau hefðu
orðið mun betri á skemmri tíma, ef efnahagslíf
landsins hefði verið frjálst, þ. e. markaðir frjálsir
og samkeppni á grundvelli einstaklingsframtaks.
Gallinn er sá, að allur fjöldinn meðal rússnesku
þjóðarinnar veit lítið eða ekkert um önnur hagkerfi.
Jafnvel meðal æðstu manna landsins er vanþekk-
ingin, t. d. á málefnum Bandaríkjanna, nærri því
ótrúleg. En fólk af öllum stéttum þyrstir í meiri
vitneskju um Bandaríkin.
A göngum og í anddyri hins stóra Gum-vöru-
húss í Moskvu, sem áður er nefnt, hanga stór
skilti með tölum, sem sýna hve mikið magn af
sokkum, skóm, skyrtum og öðrum vörum var
framleitt árið 1958. Einnig er látið í það skína, að
framleiðslan á þessum vörum verði langtum meiri
árið 1905. Þannig á t. d. matvælaframleiðslan að
aukast um 70 af hundraði. S.ala á ísskápum á að
aukast um 480 af hundraði, þvottavélum 810 af
hundraði og saumavélum 110 af hundraði. Svona
auglýsingastarfsemi sést svo að segja alls staðar.
Þetta eru loforð, sem verkamönnunum eru gefin,
svo að þeir haldi áfram að framleiða vélar fyrir
þungaiðnaðinn og hergögn fyrir ríkið. Kommúnista-
flokkurinn lofar sem sé gulli og grænum skógum,
einhvern tíma í framtíðinni. í almenningsgöj’ðum
borganna og meðfram götunum eru einnig skilti,
sem sýna framleiðsluaukninguna og markmiðin, sem
stefnt er að í þungaiðnaðinum. Bílaframleiðslan,
sem nú er talin nema kringum 500.000 bílum á ári,
á að verða 800.000 á ári frá og með 1965. Undan-
farin ár hefur bílafi-amleiðslan í Bandaríkjunum
aftur á móti verið fimm til sex milljónir bíla á ári.
Sovét-Rússland er ekki stéttlaust þjóðfélag, að
minnsta kosti ekki núna, hvað sem verið hefur. Æ
meiri brögð eru að því, að kommúnisminn veiti
viðurkenningu og umbun vegna afreka í iðnaði og
t. d. á sviði fræðslumála, en það er í bcinni mót-
sögn við kenningar Marx og Engels. Stéttamunur
er greinilegur, einkum hvað snertir laun og ýmiss
konar útgjaldaundanþágur. Það eru einkurn hinar
hærra launuðu stéttir í sovézku þjóðfélagi, sem
geta keypt hið tiltölulega litla magn af varanleg-
um neyzluvörum, sem á boðstólum eru. Þetta fólk
getur veitt sér betra húsnæði, betri föt en allur al-
menningur og hefur bíla og jafnvel þjóna. I Banda-
ríkjunum er þessu öðru vísi farið. Þar hefur fjöldi
manna tiltölulega háar tekjur og neyzluvörur eru
framleiddar í stórum stíl, svo að tugir milljóna íbú-
anna geta keypt bíla, þvottavélar, ísskápa og aðrar
varanlegar neyzluvörur. Það eru Bandaríkin, mesta
auðvaldsríki í heiminum, sem hafa veitt almenn-
ingi beztu lífskjör, sem mannkynssagan getur um.
Stjórnmálalegt uppeldi æskunnar
llússneski verkamaðurinn er ekki sá eini, sem er
sí og æ minntur á skyldu sina við ríkið. Þetta er
barið inn í höfuð manna frá blautu barnsbeini.
Barnið er „tekið fyrir", strax og það kcmur í Ieik-
skóla og þessari uppfræðslu er haldið áfram gegnum
barnaskóla gagnfræðaskóla, menntaskóla og háskóla.
Þar er talað um fórnir í þágu ríkisins, hollustu við
föðurlandið, sjálfsaga og námsafrek. í leikskólanum
er barninu gcfið heitið „Litli októberistinn". A aldr-
inum frá níu til fjórtán ára verðnr barnið meðlim-
ur fylkingar, er nefnist „Ungu framverðirnir“. í
þessari fylkingu eru 20 milljónir barna á þessum
aldri, og hafa þau öll svarið þess dýran eið að halda
tryggð við málstað Lenins og miða líf sitt og nám
við það að verða verðugir borgarar landsins. „Ungu
framverðirnir“ halda fundi oft í viku í samkomu-
húsi sínu, framvarðahúsinu. Þcir bera allir rauðan
hálsklút eða bindi. Börnunum er kennt, að þau eigi
að lifa fyrir ríkið og hagsmunir ríkisins komi fyrst,
jafnvel á undan hagsmunum fjölskyldunnar. Þeim
er einnig kennt, að ekkert rúm sé fyrir guðstrú í
lífinu og enginn guð sé til. Þegar ég spurði unga
rússneska stiilku, hvort nokkrar kirkjur væru í
borginni, svaraði hún: „Jújú, við liöfum kirkjur.
Þær eru handa þeim, sem trúa á guð — aðallega
eldra fólkinu.“ En það er eins og einhver sagði:
„Þjóðirnar geta reynt að þurrka guð burt, en sem
betur fer er guð umburðarlyndari.“
Eftir fjórtán ára aldur verða þeir, scm til þess
liafa unnið, meðlimir bandalags ungkommúnista
eða Komsomol, og þar eru þeir til 26 ára aldurs. Nú
eru meðlimir Komsomol rúmlega 18 milliónir í öllu
landinu. Lokaáfanginn er kommúnistaflokkurinn
siálfur. Það er ekki auðsótt að komast þangað og
yfirleitt ekki á valdi annarri en fárra útvaldra.
Stúlkan, sem var um hríð túlkur minn, svaraði t. d.,
þegar ég spurði, hvort hún væri meðlimur flokks-
ins: „Nei, é? er ekki nógu góð til þess að verðskulda
að vera f!okksmeðlimur.“ Kommúnistaflokkurinn
er kirkja heittrúaðra kommúnista, og hann er lok-
aður þeim, sem eru ef til vill of veikir í trúnni á
kommúnistaskipulagið. Sá, sem sækir um inngöngu
í kommúnistaflokkinn, verður að hafa nokkra með-
mælendur og er það mikill ábyrgðarhluti að gefa
slík meðmæli. Ef það kemur fyrir, að félaginn víkur
22
F H .1 A I, S V E RZI.UN