Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 24
Þekking og frelsisást
Frá byltingunni 1917 hefur Sovétstjórnin haldið
fram 10 ára skólaskyldu, þótt hún hafi aldrei kom-
izt á að fullu. Nú eru hins vegar líkur til, að skóla-
skyldan verði færð niður í átta ár, og virðist mega
álykta af því, að færra ungt fólk muni stunda
nám í framhnldsskólum, en verið hefur. Flcstir
munu stunda fulla vinnu eftir átta ára skólanám,
en þá er hugsanlegt að sækja kvöldskóla eða stunda
bréfaskóla, ef menn vilja halda áfram námi. Þessi
nýbreytni í liinu sovézka skólakerfi virðist benda
til þess, að meiri áherzla verði lögð á verklegt
nám á kostnað bóklegrar menntunar en áður. Landi
minn, sem er nýkominn heim úr för til Ttússlands,
sagði: „Þjóðfélagssprengingin verður í Rússlandi
eftir tíu eða fimmtán ár, þegar fjöldinn er orðinn
betur menntaður.“ Er hugsanlegt, að embættis-
menn Sovétríkjanna hafi verið farnir að óttast, að
fólk mundi krefjast meira frelsis, er það öðlaðist
betri menntun? Er þetta ástæðan fvrir því, að
stjórnin ákvað að lækka skólaskyldualdurinn nú?
Eða áleit stjórnin, að ríkið hefði bráðari þörf fyrir
aukna framleiðslu en almennari menntun? Sumir
eru þeirrar skoðunar, að fjöldi ungs fólks hafi kos-
ið að leita griða í menntastofnunum á flóttanum
frá bitrum verulcika liins rússncska efnahagsskipu-
lags, og það sé ástæðan fvrir því, að stjórnin vilji
nú leitast við að lagfæra þetta ástand. En hver scm
tilgangur stjórnarinnar raunverulega er, er ekki
ósennilegt, að fyrirhugaðar breytingar á skóla-
skyldualdrinum bcndi til þess, að yfirvöldin séu
farin að efasl um, að áhrif núverandi fræðsluskipu-
lags séu hcppileg með tilliti til hinnar sovézku
stefnu og áhugamála.
Rússland er Iand undarlegra andstæðna. Neðan-
jarðarbrautirnar í Moskvu og Leningrað eru af-
bragð. en tugir milljóna manna í landinu hafa ekki
efni á að eignast jafnvel ódýrustu tegundir bif-
reiða. Stjórnin talar digurbarkalega um framfarir
í skólamálum landsins, en neitar mönnum um að
lesa blöð og tímarit frá öðrum löndum cða hlusta
á erlendar útvarpsstöðvar. Hún lætur framlciða
Spútnika, en framleiðsla á ísskápum, þvottavélum,
ryksugum og öðrum varanlegum neyzluvörum, sem
mundu bæta lífskjör almennings, er mjög takmörk-
uð. Leiðtogar landsins hvetja kommúnista ti) neð-
anjarðarstarfsemi og njósna í þeim tilgangi að
steypa miskunnarlaust úr stóli ríkisstjórnum ann-
arra landa en jafnframt á almenningur í Rúss-
landi enga ósk heitari en að fá að lifa í friði og
sátt við heiminn. Þeir úthúða hinum vestræna
heimi fyrir efnishyggju á sama tíma og þcir rífa
niður trúarstofnanir og einbeita öllum kriiftum
þjóðarinnar að því að framkvæma skipulagða áætl-
un hreinræktaðrar, nakinnar efnishyggju.
í Rússlandi hafa orðið mikilvægar efnahagslegar
framfarir síðan sósíalistabyltingin varð 1917. Vegna
öryggis okkar sjálfra höfum við ekki cfni á að van-
meta þessar framfarir né verða sjálfumglaðir og
værukærir. Aftur á móti megum við heldur ekki
ofmeta hinn efnahagslega vöxt og viðgang landsins
og álykta, að einstæð afrek svipuð og í sambandi
við smíði gervihnattar hafi átt sér stað á öllum
öðrum sviðum. Rússland stendur Bandaríkjunum
langt að baki á mörgum mikilvægum sviðum efna-
hagslífsins.
Almenningur þróir frið
í lok þessa stutta yfirlits um efnahagsmál Rúss-
lands vil ég leggja áherzlu á, að rússneska þjóðin
óttast mjög styrjöld og óskar af heilum hug eftir
friði. Henni hefur augsýnilega verið talin trú um
það af stjórninni, að við séum stríðsæsingamenn
og ógnun heimsfriðnum. Fólk þreytist aldrei á að
segja manni. hve mjög það óski eftir friði. Það er
vingjarnlegt og reynir að sýna góðvilja sinn á ýms-
an hátt. í neðanjarðarlestinni kom það t. d. tvisvar
sinnum fyrir, að konur stóðu upp úr sæti sínu og
buðu mér, Bandaríkjamanni, að setjast. Yfirleitt
er auðvelt að þekkja Ameríkumenn á götu í Rúss-
landi, vegna þess, að föt þeirra eru vandaðri en
gerist og gcngur meðal heimamanna.
Eitt sinn kom ég á rakarastofu, þar sem átta
manns biðu fyrir, og tók ég mér því stöðu úti við
dyrnar og ætlaði að bíða, þar til að mér kæmi. Ég
hefði sjálfsagt orðið að bíða nokkurn tíma, ef ung-
ur maður, sá fjórði í röðinni, hefði ekki boðið mér
að taka sæti sitt. Hann talaði síðan við aðra, sem
biðu, og fór fram á það að þeir leyfðu mér að vera
næstur. Ég komst að raun um, að hann var stúdent
við æðri menntastofnun í Moskvu. Hann kunni
nokkur orð í ensku og gat útskýrt fyrir mér, að
það mundi valda honum miklum vonbrigðum, ef
ég þægi ekki „þennan litla vott um velvild og vin-
áttu rússnesku þjóðarinnar til þjóðar minnar.“
Þetta eru aðeins smámunir, en þeir gefa e. t. v. til
kynna, að djúpt í hjarta alþýðumanna í Rússlandi
leynist löngun til þess að bindast vináttuböndum
við bandarísku þjóðina, löngun, sem kemst lifandi
gegnum hreinsunareld einræðis og harðneskju og
Jjrátt fyrir taumlausan áróður af hálfu ríkisstjórnar
þcirra og nær algjöra einangrun frá umheiminum.
24
fujáls veuzlun