Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 33
Með tilliti til þessarar þróunar má gera ráð fyrir miklum möguleikum í sambandi við vöru- flutninga í lofti á pólleiðunum. Kemur þá til sög- unnar mikilvægi Keflavíkurflugvallar, sem flutn- ingamiðstöðvar eins og áður hefir verið drepið á. Ekki er nauðsynlegur sami hraði á vöruflutningum í lofti eins og farþegaflugi. Til að komast af með sem minnst eldsneyti eru lendingarflugvellir á lang- leiðum því nauðsynlegir. Ætti því Keflavíkurflug- völlur að vera ákjósanleg miðstöð flutninga á Norð- ur-Atlantshafs- og pólleiðunum tveim. Geta íslenzkir kaupsýslumenn orðið þátttakendur í alþjcðlegri verzlun? Vegna fámennis íslenzku þjóðarinnar og einhæfni í framleiðsluháttum, hefir allri verzlunarstarfsemi hér verið þröngur stakkur skorinn. Þá hetir þróun verzlunarmála hér orðið sú, hvað útflutningsvörur okkar snertir, að sala þeirra er öll í höndum fárra aðila eða ríkisins og ríkisfyrirtækja. Innflutnings- verzlunin hefir einnig í vaxandi mæli færzt í sama horf, með síaukinni starfsemi samvinnufélaga, inn- kaupastofnana, verzlunarsambanda o. s. frv. Án þess að kveða upp dóm um þróun þessara mála virðist svo, sem um verkefnaskort hjá ein- staklingsframtakinu á sviði verzlunar geti orðið að ræða ef þróunin heldur áfram í sömu átt. Tel ég því ekki úr vegi, að svipazt sé um eftir nýjum möguleikum, þar sem visðkiptaáhugi íslendinga fengi notið sín. Ef Keflavíkui'flugvöllur yrði gerður að alþjóðlegri fríflughöfn og þróun vöruflutninga í lofti yrði slík sem ég hef hér að framan vikið að, þá ætti ekkert að vera því Lil fyrirstöðu, að íslenzkir aðilar gætu haft milligöngu um sölu á vörum milli heimsálfa og annazt endurútflutning. Margskonar önnur starfsemi væri hugsanleg í sambandi við Keflavíkurflugvöll sem fríflughöfn, t. d. vörusýningar í einstökum iðngreinum. Áfram munu íslendingum berast kaldar kveðjur úr norðurátt, cn það er ósk mín, að eins og Fön- ikíumenn, hin fámenna en harðduglega þjóð forn- aldar, urðu í öndverðu brautryðjendur á sviði verzl- unar og viðskipta við hið gamla Miðjarðarhaf, þá verði íslendingar í framtíðinni virkir þátttakendur í verzlun og viðskiptum við hið „nýja Miðjarðar- haf“. ★ Ingimar Erlendur Sigurðsson: Kínverski tmírinn Frjáls verzltin hefur fengið leyfi til að birta eftirfarandi ljóð úr bókinni „Sunnanhólmar“, er nýlega kom út hjá forlagi Sig- fúsar Eymundssonar. Þetta er fyrsta bók ungs, efnilegs skálds, sem síðuslu ár hefur vakið á sér athygli með nokkrunt sögum og Ijóðum i timaritum. Nýlega fékk Ingimar fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni Vikunnar. I Illaðið upp múr fordómanna unt sál ykkar leggið stein eftir stein í hleðsluna stritið og bölvið svo veggirnir þykkni og hækki II enginn geisli skal smjúga í gegn ekkert auglit brennast í sálina enginn vindur bera annarleg fræ enginn andblær hvísla ógn — þrungnum hugsunum III leggizt til hvíldar að loknu verki imyndið ykkur að þið hafið hlaðið upp múr sem standi um eilífð IV á morgun hefur einhver stolið steinunum til að hlaða upp sinn eigin kínverska múr F R J Á L S V E U Z I. U N 33

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.