Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 51
bóla, að þeir, sem fylgja rödd hjarta síns, séu út- skúfaðir. Hún sat teinrétt í stólnum, en tárin ultu ofan vanga hennar. Kona mín stóð upp, horfði sem snöggvast alvarlega á Rósu, en gekk svo til stúlk- unnar og studdi annarri hendi á öxl hennar. Mér kemur þetta ekki við, sagði hún eins og við sjálfa sig, en mér skilst, að barn, sem vandi steðjar að, þurfi fyrst og fremst á hjálp að halda, þurfi frekar samúðar við en andúðar. Svo beindi hún orðum sínum til stúlkunnar, og andlit hennar ljómaði af samúð og blíðu þegar hún spurði: Hvað er liann gamall, barnið mitt? Hver? spurði stúlkan. Skólastjórinn? Ég held hann sé sextíu og þriggja ára, sagði stúlkan. Sextíu og þriggja ára, át kona mín eftir henni, og ég dáðist að þrótti hennar, því þó hún nærri því lyppaðist niður af áfallinu, sem hún fékk, hafði hún þó af að rétta úr hnjánum og gat klappað blíðlega á öxlina á þessu sextán ára ólánsbarni. Sextíu og þriggja ára, sagði hún. Felum guði úr- lausn þessa vandamáls. Hún kom til mín, deig í hnjánum, og hlassaðist hjá mér. Hvílík óhamingja, hvílík óhamingja, hvísl- aði hún að mér. Finnbogi og Rósa störðu á okkur. Svo sagði Rósa við dóttur sína: Farðu uj)p að hátta, væna mín. Dóttir hennar hlýddi og góða stund þögðum við öll. Við Finnbogi púuðum og púuðum. Loksins sagði sonur hans, og mér datt í hug að hann ætlaði að nota tækifærið til að fá okkur í lið með sér: Er þetta svo alvarlegt, pabbi? Alvarlegt? sagði Finnbogi. Þetta er meira en al- varlegt, þetta er hneyksli. Nú? sagði sonur hans. Hefðir þú ekki gert það sama í hans sporum. Ég varð alveg hissa á strák, því samúð mín var nú öll með Finnboga. Ég segi fyrir mig, hélt strákur áfram, ef ég væri þessi skólastjóri, teldi ég sjálfsagt að reyna að ná í eins margar stúlkur og ég gæti. Þessi æska, þessi æska. Finnbogi var að því kominn að springa í loft upp, en kona mín sprakk fyrst: Ég verð að játa, sagði hún, að mér fannst þið of ströng við barnið, en nú, þegar mér eru allir mála- vextir kunnir, get ég ekki annað en fordæmt atferli þessa skólastjóra. Sextíu og þriggja ára gamall, og hún bara sextán ára. Hjónin horfðu undrandi á hana, en hún hélt áfram: Getur það verið, að hún elski hann? Elski hann? hrópaði Rósa. Af hverju ætti lnin að elska þennan fant? Þá hefur hann svona sterkt líkamlegt aðdráttar- afl á barnið, sagði kona mín. Ég finn ekki aðra skýringu á framferði hennar, þó næsta óskiljanlegt sé. En þess eru dæmi: Stúlka fyrir norðan, átján ára, giftist sjötugum karli. En hún átti aldrei barn með honum. Nú stóðu hjónin upp og litu skelkuð á okkur . . . Hvað ertu að segja, góða mín? spurði Rósa. Kem- ur þetta okkur við? Það hefði ég nú haldið, sagði kona mín, er dóttir vkkar ekki ófrísk eftir scxtíu og þriggja ára gaml- an mann? Þau stóðu ekki lengi upp á endann, því nú féllu þau niður í sæti sín, og svipur þeirra, áður áhyggju- fullur, varð sýnu léttari. Svo alvarlegt er það ekki, sagði Finnbogi, og það lá við að hann brosti. Sjáið þið til. Stelpan var í vetur úti á landi í heimavistarskóla, sem sértrúar- flokkur rekur. Og haldið þið ekki að bannsettur skólastjórinn fái dóttur okkar, og tvær aðrar stúlk- ur, til að láta skíra sig. Hún er frelsuð, blessað barnið. í kvöld var hún til dæmis á samkomu. Okk- ur þykir þetta leitt, ekki sízt vegna þess, að kona mín er í kvenfélagi kirkjusafnaðarins okkar, og við bæði trúuð á stranga vísu. Við dæstum öll, og eftir nokkurt hik hlógum við. Jæja, sagði kona mín, verra gat það verið, er það ekki? Finnbogi stóð upp, gekk um gólf og sagði loks: Jú, nú sé ég það, verra gat það verið. FKJÁLS VERZLUN 51

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.