Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 48
JÓN DAN: OLANSBARN Fyrsta kvöldið, sem við vorum lijá Finnboga og konu hans, fundum við að ekki var allt með felldu. Ég held, að hefði okkur grunað hvernig allt var í pottinn búið, hefðum við ekki þegið gistinguna. En úr því sem komið var, urðum við að sitja um kyrrt, en reyndum að láta fara sem minnst fyrir okkur, og vorum raunar helzt úti í bæ á hverju kvöldi. Ekki svo að skilja, að þau Finnbogi og kona hans tækju okkur lijónunum ekki með kostum og kynjum. Oðru nær. Þau báru okkur á höndum sér, og viðmót þeirra var alúðlegt og vingjarnlegt eins og við mátti búast. En á þeim hvíldi farg, sem þau stundu undan, og þau voru allsendis ófær um að leyna áhyggjum sínum. Þetta kom í ljós óðara fyrsta kvöldið, sem við vorum hjá þeim, cn þá urðum við heyrnarvottar að eftirfarandi samtali. (Það var mjög óþægilegt fyrir okkur, og þeim mun óþægilegra fyrir þær sakir, að okkur var sjálfsagt ekki ætlað að heyra það.) — fyrir neðan allar hellur, sagði Finnbogi. — fokið í flest. skjól, heyrðum við að Rósa kona hans sagði. — ckki lengur hægt að treysta skólunum, sagði Finnbogi. Rósa snökti ábyggilega. — sendum barnið okkar í góðri trú, sagði hún, en fáum hana svona til baka — allt líf hennar eyðilagt. — stefna helvítis skólastjóranum, sagði Finnbogi. — ekki — blettur á barnið, sagði Rósa. Svo var hurð felld að stöfum, og við hcyrðum ekki meira. Enda nóg til þess að við skildum áhyggjusvipinn á Finnboga og sáum hvers vegna Rósa hafði verið úti á ]>ekju þegar hún tók á móti okkur. Þau áttu tvii börn, pilt um tvítugt og stúlku á sautjánda ári. Strákurinn var kominn í háskólann, en stúlkan Iiafði vcrið í heimavistarskóla úti á landi og var nýkomin heim. Við þurftum ekki lengi að líta í kringum okkur til að sjá, við hvort barn- ið þau höfðu átt, því við kvöldverðarborðið sat stúlkan niðurlút og þrjózk á svip, og yrti hvorki á kóng né prest. Við reyndum hvað eftir annað að beina ræðu okkar til hennar, en drógum varla út úr henni orð. Kannski höfum við reynt um of, því loksins sagði móðir hennar: Hefurðu týnt niður öllum kurteisisreglum, barn? Þá stóð stúlkan upp og leit á okkur. Ég bið fyrirgefningar á framferði mínu, sagði hún, en á þessu heimili cr ég beitt þvingunum. Það er gerð tilraun til að hindra mig í því að hlýða kalli hjartans. Þess vegna vona ég að þið láið mér ekki þó ég sé stundum annars liugar. Ilún leit á foreldra sína með fyrirlitningu, skund- aði út og skellti á cftir sér. Bróðir hennar sagði við foreldra sína: Ég held að ]>ið ættuð ekki að fara harkalega að henni, reyna heldur að Icmpa hana. Lempa, sagði Finnbogi, hvað þýðir að tala um að lempa? Ógæfan er skollin á. Þessi maður er bú- inn að ná tangarhaldi á henni. Ég skil ekki barnið, sagði Rósa, hún sem alltaf hefur verið svo hlýðin. Þið talið eins og hér verði einhverju um þokað, sagði Finnbogi æstur. Ógíefan er skollin á, segi ég. Æ, góði, sagði kona hans. Blessuð fáið ]>ið ykkur meira. Við fengum okkur meira. Væri ekki gaman að sjá myndina í Austurbæjar- bíói í kvöld? sagði Finnbogi. Hún er prýðileg, sagði sonur þeirra, ég sá hana í gær. Þið ættuð að fara. Við vorum drifin í bíó og gcstgjafar okkar voru elskulegir og gcrðu stundum að gamni sínu, en yfir öllu fasi þeirra var skuggi'og orðfæri þeirra þvingað. Það var allt mjög erfitt fyrir okkur, cn við tókum 48 FR.TÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.