Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 9
scm skipafélög og flugfélög œttu sjálf og jafn- framt ætti að heimila öðrum aðilum að setja upp slíka birgðageymslu til þess að selja til innlendra eða erlendra skipa og flugvéla. Það getur að vísu verið álitamál, hvort hið opinbera eigi að setja þetta upp og reka eða einstaklingar eða jafnvel Reykjavíkurhöfn. Eg er hræddur um, að það muni líða langur tíini, áður en hið opinbera kemur slíku upp, því að þetta mundi kosta allmikið fé. Hins vegar gætu einstaklingar e. t. v. komið þessu fyrr upp og þá í smærri stíl til að byrja mcð. Mér dett- ur sérstaklega í hug Orfiriseyjarverksmiðjan, sem væri tilvalin til þessara hluta, bæði vegna legu sinnar og af ýmsum öðrum ástæðum. Að sjálfsógðu yrði þessi tollvörugeymslubygg- ing undir ströngu eftirliti af hálfu tollgæzhinnar og ekki möguleikar á því að flytja neitt út úr geymslunni nema með eftirliti tollstarfsmanna, ann- aðhvort gegn grciðslu á aðflutningsgjöldum eða að flutt væri í forðabúr skipa cða flugvéla undir toll- eftirliti. Það getur verið álitamál, hvort hafa ætti birgðabækur eða mikla skriffinnsku í sambandi við slíka geymslu, en sú skoðun mun vera ríkjandi í sumum nágrannalandanna, að það sé of vafstur- samt, og því er tollur greiddur jafnóðum af því, sem út fer. Að sjálfsögðu á að vera hciinilt að rannsaka farartæki eða aðila, sem fara úr tollgeymslunni, ef ástæða þykir til. Lyklar að tollvörugeymslubygg- ingunni og geyinslurúmi ættu að vera í höndum starfsmanna tollgæzlunnar, cn afhendast umboðs- mönnum geymsluhafa, þegar þeir kæmu til að starfa þar. Enginn ætti þó að geta fengið lykil, nema hann liafi til þess skriflegt umboð frá geymslu- hafa. Þegar varan er flutt í tollvörugeymsluna verð- ur eigandi að afhenda sérstaka aðflutningsskýrslu, þar sem greint er frá vöruheiti og öðru, sem nauð- synlegt er til skýrslugreiningar, ennfremur að leggja fram farmbréf til að sanna umráðarétt sinn yfir vörunni. Eins og ástatt er nú, þarf að liggja fyrir gjald- eyris- og innflutningsleyfi eða gjaldeyrisheimild fyr- ir öllum vörum, sem fluttar eru til landsins og má búast við, að erfitt yrði að breyta þessu að svo komnu máíi. Hins vegar skulum við vona, að sá tími komi, að frelsi ríki hér aftur, svo að ekki þurfi að sæta þcssu. Að sjálfsögðu inundi ekki vera heimilt að flytja inn í tollvörugeymsluna aðrar vör- ur en þær, sem innflutningsleyfi eru fyrir, ef þeirra er krafizt, eða að varan sé greidd — eða að öðru jöfnu að sendandi hafi gefið heimild til þess, að þessi vara verði flutt inn í tollvörugeymslu án greiðslu, en eins og málum er háttað nú, þá mundi varan verða að greiðast, þegar hún færi út úr toll- vörugeymslunni til sölu. Það er e. t. v. ekkert óeðlilegt, að lög um toll- vörugeymslu skuli ckki hafa komið fram fyrr, ef undanskilin eru þau lög, sem í gildi eru frá 1907, þar sem tollar á Islandi er mjög ungt fyrirbrigði, þótt segja megi, að það sé um mannsaldur, síð- an fyrst voru lagðir á tollar hér, en þá eingöngu á örfáar vörur. Iíin raunverulega tollgæzla verður þó varla til hér á landi fyrr en undir 1930, og lög- gjöf um þessi efni, sem er lík hliðstæðri löggjöf nágrannaþjóðanna er fyrst sett hér á landi fyrir 20 árum árum, þ. e. lögin um tollheimlu eða toll- eftirlit frá 1937 og lög um tollskrá frá 1939. í öðrum Evrópulöndum er tollgæzlan mörg hundruð ára gömul, og er sagt, að hjá Dönum sé hún jafngömul kirkjunni. Það er von mín, að það starf, sem nú er verið að vinna, beri þann árangur, að jafnvel á því Al- jiingi er nú situr verði sett lög um Tollgeymslu hér á landi. FRJÁLS VERZLUN 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.