Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 49
.. ... á þsssu heimili er ég beitt þvingunum. Það er gerð tilraun til að hindra mig í því að hlýða kalli hjartans."
eins mikinn þát.t í áh.vggjum þeirra og okkur var
unnt, tveim gestum, sem ekkert vissu.
Vikan leið án þcss við yrðum fleiri árekstra vör,
þar til á sunnudaginn. Við höfðum verið hjá frænd-
fólki mínu fram eftir nóttunni og fórum því seint
á fætur, enda vissum við að hjónin færu til árdegis-
messu eins og þeirra var siður, og yrði borðað í
seinna lagi. En þegar þau voru að búa sig í kirkju,
byrjuðu ólætin. Fyrst heyrðum við að dóttir þeirra
hrópaði: nei, nei, nei. Svo kvað við hávær rödd
Finnboga, svo var kjökrað, svo var hurðum skellt.
Og ekki einu sinni, heldur hart nær öllum hurðum
í húsinu, sumum jafnvel oftar en einu sinni. Hurð-
in að herbergi okkar var sjálfsagt sú eina, sem
slapp.
Loksins datt allt í dúnalogn, en það var úti um
svefnfriðinn. Áhyggjufull klæddum við okkur og
læddumst um húsið eins og afbrotamenn. Það er
sannarlega ekki gaman að vcrða vitni að óþægileg-
um atburðum, eða miklu óláni. En eftir því sem
nær dró máltíðinni, urðum við staðráðnari í því að
láta sem ekkcrt væri, eins og við hefðum ekkert
heyrt. Við höfðum imprað á því fyrir tveimur dög-
um að gista nokkrar nætur hjá frænda mínum, en
Rósa tók því víðs fjarri. Við áttum því ekki á öðru
völ en gera eins lítið úr óþægindunum og unnt var,
og bezta ráðið álitum við það, að láta sem við
tækjum ekki eftir neinu.
En strax við hádegisverðarborðið reyndi alvar-
lega á þolrifin. Blærinn yfir öllu borðhaldinu var
framan af eins og við jarðarför, nema hvað sonur
þeirra hjóna reyndi öðru hverju að hressa upp á
samtalið, við daufar undirtektir. Unz hann sneri
sér að mér og spurði:
Er ekki Mummi í þann veginn að kvænást?
Mummi er sonur okkar.
Nei, sagði ég, hann er ekkert að lnigsa um það.
Piltur varð vandræðalegur.
Eg hélt, sagði hann, ég hélt hann ætlaði að kvæn-
ast stúlkunni, sem . . .
Svo gat hann ekki haldið áfram. Ég kom honum
til hjálpar:
Stúlkunni, sem hann átti barnið . . .
En kona mín greip hastarlega fram í fyrir mér:
Góði, gættu þín . . .
Mér féll satt að segja allur ketill í eld, en kona
mín og sneri sig meistaralega út úr vandanum, því
hún hélt áfram:
FKJÁLS VEKZLUN
49