Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 27
íbúa geti fengið daglega fæðu, er innihaldi 1900—
2400 hitaeiningar, eins og nú er í þessum löndum,
þyrfti viðbótarmagn af korni er næmi 40 milljón-
um tonna á ári. Ekki eru miklar líkur til að takast
muni að afla allrar þessarái' viðbótar. Og þ\ í má
búast við, svo hörmulegt sein það er, að ástandið
fari versnandi.
Tími hinna miklu vona
Eftir aldalanga örbirgð liafa íbúarnir í löndum
eins og Indlandi, Indónesíu, Egyptalandi, Túnis,
Bolivíu og Perú, auk fjölda annarra, komizt að
þeirri niðurstöðu, að batnandi tímar séu framund-
an. Þessi nýja von fer eins og eldur i sinu um
löndin. Milljóriir manna liíða eftir því að lönd
þeirra iðnvæðist og bjóði upp á sömu lífskjör og
Vesturliind, og umfram allt vilja menn ekki bíða
lengi.
En margir, sem hafa kynnt sér þessi mál, crn
vantrúaðir á að sérstaka áherzlu beri að lcggja á
iðnvæðingu á þessu stigi. Endurbætur í landbún-
aðinum séu fyrsta skrefið, og að verkaskipting á
því sviði, þannig að hver bóndi legði áherzlu á þá
Framh. á bls. 47
FIIJÁLS VEllZLUN
27