Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 39
Dr. Jón Gislason, sJcólastjóri V. Nýft námskeið við Verzlunarskóla íslands fyrir afgreiðslufólk Því fjölþættara og flóknara sem viðskiptalífið verður, þeim mun meiri kröfur verður óhjákvæmi- lcga að gera til verzlunarnáms, einkum að því er varð- ar fjölbreytni í undirbúningsmenntun þess fólks, sem verzlunarstörf vinnur. Verzlun er og verður ein af meginstoðunum undir afkomu og menningu hverrar þjóðar. Líklega á samt engin þjóð jafnmikið undir verzlun komið og vér íslendingar. Bcr margt til þess. Vér búum í landi, sem enn er skammt á veg komið í hvers konar iðnvæðingu og þurfum því að flytja flesta þá liluti inn, sem nauðsynlegir eru til þess að geta lifað menningarlífi að hætti vorra tíma. Er því öllum Ijóst, hve mikilvægu hlut- verki verzlunarstétt vor gegnir, sem viðskiptin ann- ast fyrir oss út á við og dreifir vörunum á innlend- um markaði. Er afkoma vor allra eigi að litlu leyti því háð, hversu giftusamlega tekst að leysa þessi störf af hendi. Hér er bæði þörf þekkingar og reynslu, ef vel á að fara. í byrjun þessarar aldar, árið 1905, var Verzlunar- skóli íslands stofnaður, svo sem kunnugt er, fyrir atbeina nokkurra forystumanna kaupsýslustéttar- innar í þá daga. Þó að hagur skólans hafi jafnan verið heldur þröngur, þá munu flestir sanngjarnir menn vera sammála um, að hann hafi rækt hlut- verk sitt trúlega, eftir því sem aðstæður frekast lcyfðu á hverjum tíma. Þrátt fyrir ýmsan andbyr hefur skólinn eflzt og þróazt, úr tveggja ára skóla í þriggja ára skóla, úr þriggja ára skóla í fjögurra ára skóla og loks í verzlunarmenntaskóla að nokkru leyti, er nærdómsdeild var stofnuð við skólann. Nemendur þeir, sem nú ljúka burtfararprófi, öðru nafni verzlunarprófi, úr fjórða bekk, snúa sér flest- ir að skrifstofustörfum. Tiltölulega fáir þeirra vilja vinna afgreiðslustörf, enda er jafnan mikil eftir- spurn eftir verzlunarprófsfólki til ýmiss konar skrif- stofuvinnu bæði hjá einkafyrirtækjum og opinber- um stofnunum, svo að allir brautskráðir nemendur, sem nám hafa stundað með sæmilegum árangri, eiga auðvelt með að fá atvinnu við sitt hæfi að námi loknu. Meðal annars af þessum sökum hefur á undan- förnum árum verið tilfinnanlegur skortur á af- greiðslufólki, sem hlotið hefði nauðsynlega undir- búningsmenntun. Forráðamönnum Verzlunarskóla íslands hefur fyrir löngu orðið það ljóst, að hér var á ferðinni vandamál, sem þeir hlutu að láta sig miklu skipta. Er ég fór utan árið 1955 til að kynna mér verzl- unarmenntun í nágrannalöndum vorum, sannfærð- ist ég af því, sem ég sá og heyrði í þeirri ferð, að heppilegasta leiðin til úrbóta í þessum efnum væri sú að korna á fót sérstakri deild við Verzlunar- skóla íslands, sem eingöngu hefði það hlutverk að mennta og þjálfa ungt fólk, sem hygðist Ieggja. fyr- ir sig afgreiðslustörf. Verkaskiptingin er þegar orð- in svo margbrotin í viðskiptalífinu, að óskiptum verzlunarskóla er með öllu ókleift að undirbúa fólk fyrir allar greinar þess. Þróunin hlýtur því að stefna í sömu átt hjá oss, eins og liún hefur gert með öðrum þjóðum, að undirbúningsmenntun fyrir hin ýmsu ólíku svið verzlunar- og viðskiptalífsins fari fram í sérhæfðnm deildum, þar sem kennslu er hag- að í samræmi við hinar sérstöku þarfir hverrar grcinar um sig. í erindi, sem ég flutti á aðalfundi Verzlunarráðs íslands haustið 1956 um þetta efni, benti ég á, að nauðsyn bæri til að stofna sjálfstæð námskeið við Verzlunarskóla Islands, án þess að raskað væri skipulagi aðalskólans. Slík námskeið ættu annars vegar að miða að því að veita ung- lingum, sem lokið hefðu skyldunámi, nauðsynlegan undirbúning til að gegna afgreiðslustörfum og jafn- vel cinföldum skrifstofustörfum. Ilins vegar ætti að koma á fót framhaldsnámskeiðum fyrir verzlunar- prófsfólk í einstökum sérgreinum, til að mynda hraðritun, skrifstofustjórn, erlcndum bréfaskriftum o. s. frv. Er ég í þessu efni á sömu skoðun og ég var þá. Er mér það því gleðiefni, að nú er kominn FRJALS VERZI.UN 39

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.