Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 25
 Eins og kunnugt cr, þá er mikill mismunur á lífskjörum manna í hinum ýmsu heimshlutum og hefur þaö verið mörgum áhyggjuefni á undan- förnum árum, ekki sízt vegna þess, að margt bend- ir til, að þessi mismunur fari vaxandi. í þessu sambandi hefur mikið verið talað um hin svo- kölluðu vanþróuðu lönd. Nú eru öll lönd vanþróuð í þeim skilningi, að frekari þróun getur alls staðar átt sér stað; nánari skýringa er því þörf á því, við hvað er átt. Hugtakið er venjulega látið ná yfir fjölmörg lönd, sem búa að ýmsu leyti við nijög mismunandi aðstæður, en þjóðir þeirra cru fátækar og atvinnu- vegirnir frumstæðir. Meirihluti íbúanna lifir á land- búnaði, eða skyldum störfum. Nútímaáhöld og vél- ar eru litt þekktar eða nær óþekktar og orkunotkun, í venjulegum skilningi, því nær engin. Þéttbýli er mikið í mörgum þessara landa — og vaxandi, ]jví að fæðingartalan er há og dánartalan fer lækkandi. En þó er meðalaldur enn mjög lágur, enda næringar- skortur ríkjandi. Og svo er fólkið yfirleitt ólæst og óskrifandi og þjóðfélagskerfið staðnað og úr hófi formfast. Ilið síðasttalda á þó ekki við um öll löndin. Árlegar meðaltekjur á íbúa í vanþróuðu lönd- unum eru taldar um 120 dollarar, cn allt að 1400 dollarar í þeim sem þróuð eru kölluð. í öllum þessum löndum inniheldur dagleg fæða mikils meirihluta íbúanna innan við 2500 hitaein- ingar, cn það er talið lágmark fullnægjandi fæðu. Og í vanþróuðu löndunum eru það fyrst og fremst íbúarnir sjálfir og dráttardýr, sem leggja til orkuna, en vélræn orkunotkun á íbúa er aðeins um fertugasti liluti ])ess, sem notað er í hinum vél- væddu löndum. Ólík landgæði Þéttbýlið dreifist mjög misjafnlega um jörðiija og hefur það farið töluvert eftir aðstæðunum til fæðuöflunar, miðað við tækni fyrri alda. Ef miðað er við það loftslag, sem er heppilegt fyrir jarð- rækt, þá er um fimmtungur af þurrlendi jarðar of kaldur, annar fimmtungur of þurr, sá þriðji of ósléttur og hálendur og um tíundi hluti ekki nægi- lega frjósamur. Þá er aðeins tæpúr þriðjungur eftir, og það er ekki mikið meira en V> hektari á hvern íbúa til jafnaðar. Miðað við núverandi landbún- aðartækni nægir það ekki, enda hefir hér að framan verið minnzt á afleiðingarnar. Hin öra fóllcsfjölgun íbúar jarðarinnar eru nú um 2,9 milljarðar. A síðustu hundrað árum hefur íbúafjöldinn tvöfald- azt og sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna gera ráð fyrir, að ef áfram miðar sem nú horfir, þá muni fólksfjöldinn enn tvöfaldast á næstu 40 árum. Á hverjum morgni bætast við 125.000 munnar að fæða og hlýtur þetta að vera áhyggjuefni öllum hugs- andi mönnum. Ástæðurnar íil hinnar miklu fólksfjölgunar, sem átt hefur scr stað undanfarið, eru fvrst og fremst þær, að læknavísindunum hefur tekizt að hefta mjög ýmiss konar drepsóttir, cr áður herjuðu á mannkynið og jafnframt draga úr, cða jafnvel út- rýma með öllu, ýmsum öðrum sjúkdómum. Á sama tíma hefur lítið eða ekkert verið gert til að draga úr fólksfjölguninni. Og fólksfjölgunin er mest i FIiJÁLS VEIiZI.UN 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.