Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 30
Sérstaklcga yrði Keflavíkurflugvöllur liagkvæm- ur, sem slík samgöngumiðstöð, þegar að því kem- ur, að Rússar leyfa flug yfir Norðaustur-Síberíu. Bann þeirra á flngi j'fir Síberíu er helzti þrösk- uldur í vegi fvrir fullnýtingu Pólleiðarinnar til Austur-Asíu. Að þeim flugleiðum, sem hér um ræð- ir skal nú stuttlega vikið. Norður-Atlantshafsflugleiðin Norður-Atlantshafsflugleiðin er hin þýðingar- rnesta og fjölfarnasta milli meginlanda heimsins. Um hana fcr nú árlega mcira en milljón farþega. Áætlað er, að fargjökl og flutningsgjöld hafi num- ið árlega ao undanförnu þrjú til fjögur hundruð milljónum dollara. Er um stöðuga aukningu að ræða bæði í farþega- og vöruflutninguin á |)essari leið. Er sérstaklega eftirtektarverð hin mikla aukning á vöruflutningum, eins og síðar mun vikið að. Mikið af þessari umferð hefir farið um Keflavík- urflugvöll, þar til úr viðkomum fór að draga á síð- ustu þrem árum með tilkomu hinna langfleygu farþegavéla og nú síðast þotanna, sem fljúga við- komulaust yfir Atlantshaf. Þarf ekki að fjölvrða um nauðsyn þess, að ná til viðkomu á Keflavíkur- flugvelli meira af þessari umferð en nú er. Er fyrir- sjáanlegt að farþegafjöldi á Norður-Atlantshafs- flugleiðum mun stóraukast. á næstu árum, þegar fargjöld hafa verið lækkuð. Gerð hefir verið atlmg- un á því í Bandaríkjunum, hvað mikill hluti þjóð- arinnar hafi fcrðast til útlanda, og er það talið vera um sex ])rósent af þjóðinni. Milljónir Banda- ríkjamanna bíða eftir því, að fargjöld lækki til Evrópu, en ckki eftir því að hraðinn aukist. Þessu fólki er það ekkert atriði, hvort það er fimm eða tíu tíma á leiðinni. Hér er mikið rætt um að gera ísland að ferða- mannalandi og hvaða leiðir eigi að fara til þess að fá erlcnda ferðamenn til að leggja hingað leið sína. Því virðist algjörlega gleymt, að til Islands hafa árlega undanfarið, komið tugir þúsunda af erlendum ferðamönnum á leið sinni austur eða vestur um haf. Ekkert hefir verið gert til þess, að þeir sæju annað af íslandi en Keflavíkurflugvöll, þótt áhugi kynni að vera fyrir hendi hjá þeim, að sjá meira af landinu. Engir möguleikar hafa verið til að hýsa hér farþega á þessari leið, sem áhuga hefðu á því að dvelja tvo til þrjá daga í landinu. Það hefir nefnilega verið bannað að byggja liótel á íslandi, sérstaklega í Reykjavík, þar scm þörfin er mest. Norffurpólsflugleiðir Skandinaviska flugsamsteypan SAS á óskiptan heiður af opnun pólflugleiðanna. I nóvember 1952 er leiðin Kaupmannahöfn—Los Angeles opnuð og 24. febrúar 1957 er flugleiðin yfir Norðurpólinn, Kaupmannahöfn—Tokio, formlega opnuð og þar með einum merkasta áfanga í sögu flugsamgangna náð. Mörg önnur flugfélög hafa síðan hafði pól- flug: Air France, K.L.M., T.W.A. og C.P.A. Það var þegar ljóst, að hér yrði um að ræða eina þýð- ingarmestu flugleið heimsins. Miklar undirbún- ingsrannsóknir af hálfu SAS voru undanfari flug- leiðanna yfir Norðurpólinn, var þar byggt á marg- víslegum vísindalegum niðurstöðum hinna gömlu heimsskautsfara, en það sem c. t. v. réð úrslitum, var hið mikla kerfi flugv.alla radarstöðva og veð- urathugnarstöðva, sem aðallega Bandaríkjamenn hafa kornið upp víðsvegar við Norður-íshafið frá Alaska til Grænlands og Islands. Rússar munu einnig hafa margar stöðvar á sínum umráðasvæð- um og á ísnum sjálfum, en minna er um það vitað. Veðurskilyrði til flugs yfir Norður-íshafinu eru talin hin ákjósanlegustu og betri en flestir halda. Ss Hin nýja vöruflutningailugvél „CL 44" 30 F R .T ÁL S V E H Z I. U N

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.