Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 3
væri í raun réttri ofmælt að segja að hann sé lengur svo mikið sem „tví-einn“, því að hann er í frámkvæmd orðinn að tveimur bönkum um allt það er máli skiptir. Þetta meginatriði, að skilja seðlabankann frá viðskiptadeild Landsbankans, var að mínum dómi tvímælalaust spor í rétta átt, og hefði átt að vera stigið 30 árum fyrr. Hin skamma reynsla Seðlabankans sýnii það að stjórn hans og starfs- menn hafa fullu dagsverki að sinna að standa vörð um verðgildi krónunnar þótt þeim sé ekki íþyngt með öðrum áhyggjum. Þegar saga ís- lenzkra bankamála verður skrifuð held ég að menn muni furða á því andvaraleysi að láta þetta mikilsverða verkefni svo lengi vera hjá- verlcastarf manna sem alla daga voru önnum kafnir við að leysa úr aðkallandi vandamálum stærsta viðskiptabanka landsins. Svo sem á var drepið — og auðvelt væri að sýna með mýmörgum dæmum til viðbótar — eru Landsbankalögin slík hrákasmíð að ekki verður lengi við unað. Ýmsum er þetta ljóst, en hitt gegnir furðu, hve lítt gagnrýni á lögunum hefir komið fram á prenti. Þeim mun meiri ástæða er til að l'agna því að einn þeirra manna sem mesta reynslu hafa af bankamálum hér á landi, Jón Arnason fyrrverandi bankastjóri, skrifaði fyrír nokkru skilmerkilega grein í Fjár- málatíðindi um þessi mál. Gerir hann þar sum- um atriðum í sögu málsins mun fyllri skil en hér er gert og ber fram ýmsar tillögur. Eg vil hvetja þá sem þetta lesa til að lesa jafnframt grein Jóns Arnasonar og kynna sér tillögur hans, ef þeir hafa ekki þegar gert það. Um margt er ég honum alveg samdóma en um annað miður, og er hætt við að nreira beri á því en hinu fyrra í þessu greinarkorni, svo sem von er í rökræðum. Fyrsta skrefið hlýtur að verða það að skilja Seðlabankann algerlega frá Landsbankanum. Það veldur aðeins ruglingi innanlands og erlendis að láta tvo banka, sem hafa ólíkum hlutverkum að gegna, heita sama nafni. Eins og er ræður bankaráð Landsbanka Is- lands annan af tveim bankastjórum Seðlabank- ans. Það gerir ennfremur tillögur til ríkisstjórn- arínnar um aðalbankastjóra, sem síðan er skip- aður af forscta, og einnig um 3 meðstjórnendur, sem ríkisstjórnin skipar til 4 ára í senn. Ekki verður séð að ríkisstjórnin sé á neinn hátt laga- lega bundin við að fara eftir tillögum banka- ráðsins um skipan þessara fjögurra stjórnenda bankans. — Allt er þetta afkáralegt, fyrst og fremst það að einn viðskiptabanki eigi öðrum fremur að hafa áhrif á það hverjir stjórni Seðla- bankanum, síðan hitt að enginn þessara manna á að standa umbjóðanda sínum, bankaráðinu, nokkra greinargerð athafna sinna, ekki einu sinni sá sem beinlínis er ráðinn af því. Eftir þessa þátttöku í fæðingu stjórnar Seðlabankans dregur bankaráðið sig í hlé og starfar síðan ein- göngu að hinum hversdagslegri störfum Lands- banka íslands, viðskiptabanka. Ég er innilega samdóma Jóni Arnasyni um það að þetta fær ekki staðizt til langframa. — Einnig er ég honum samdóma um það að nauð- syn er að Seðlabankinn — og raunar bankarnir allir — losni við alltof bein tengsl við ríkis- stjórnina uin daglegan rekstur. Meðstjórnenda- fyrirkomulag Seðlabankans, þar sem þrír stjórn- kjörnir menn, sem koma þar á fundi .öðru hverju, geta í öllum málum tekið fram fyrir hendur bankastjóranna, virðist mér vera fyrir neðan allar hellur, enda er það allra manna mál að því hafi verið komið á til þess eins að tryggja ákveðna flokkshagsmuni. Þarna verður að búa skynsamlegar um linút- ana. Hitt er náttúrlega ekki til neins að „göre regning uden vært“, eins danskurinn segir. Við verðum að muna i hvaða þjóðfélagi við búum, og meðan kjósendur sjálfir eru ekki allir englar er þess ekki að vænta að þingmenn eða ríkis- stjórnir eða bankanefndir eða bankaráð — eða jafnvel bankastjórar — verði eintómir englar. Þeir sem með völdin f'ara í ríkinu vilja nota þau, og stundum megum við þakka fyrir ef þeir láta hjá Hða að misnota þau. Eg neita eðlilega ekki þeim möguleika að bankastjórar geti séð ýmislegt betur og réttar en ríkisstjórnir, en það haggar ekki því að það eru þær sem ríkjum ráða. Ef stjórn Seðlabanka eða annars ríkis- banka ætlar að setja ríkisstjórn og Alþingi stól- inn fyrir dyrnar í einhverju mikilsverðu stefnu- máli, þá eru það ríkisstjórnin og Alþingi sem hafa öll trompin á hendinni, þ. á m. það að sam- þykkja lagabreytingar. Það vopn verður notað framvegis eins og það hefir verið notað hingað til. Landsbankalögin frá 1927 voru ekki nema ársgömul þegar þeim var breytt í fyrsta sinn, einmitt til þess að tryggja valda-aðstöðu þá- FHJÁLS VERÍLUN 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.