Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Page 36

Frjáls verslun - 01.12.1959, Page 36
sjómennirnir keipuðu án afláts með límma strengda skáhallt frá borði. Skal nú athugað sem snöggvast, hvernig um- horfs var á skútunni. Vistarvera áhafnar með lok- rekkjum sínum, lúkarinn, var fram í. Honum lýsir Pierre Loti napurlega þannig: „Þessi kompa, sem (sjómennirnir) gátu ekki staðið uppréttir í, smá- mjókkaði í annan endann og varð áþekk miklum og innýflalausum mávi. . . . Eldur var þar í ofni, svo að hin votu klæði þeirra þornuðu, og ýrðist eimurinn af þeim saman við reykinn úr leirpípum þeirra. Borðið var ákaflega þykkt og gerði ekki betur en að rúmast í þessari vistarveru þeirra, enda var það sniðið eftir henni; var það með mestu herkjum, að hægt var að smeygja sér fram með því og koma sér fyrir í smásætum, er fest voru við eikarvcggina. Það lá nærri, að hinir gildu loft- bjálkar, er uppi yfir þeim voru, sncrtu höfuð þeirra; en að baki þeim sá inn í rekkjukrílin, er virtust grópuð inn í hinn þykka við og einna áþekkust voru líkrekkjum í dánarklefum. Allir voru innviðirnir grófgerðir og ótiltelgdir, gegnsósa af raka og seltu; voru þeir slitnir orðnir og núnir eftir hendur þeirra. . . .“ Miðskips var lestin, troðfyllt með salti innan skilrúma, svo að það rynni ekki til við dýfur og veltur skútunnar. Aftur á var klcfi skipstjóra, káet- an, afar þröng; húsgögn: borð og nokkrar kistur í hlaða á gólfi. Eklhúsi skýldi einskonar þak, og innar af því var afkimi með fáeinum lokrekkjum fyrir elztu sjómennina. Milli siglutrjánna voru, auk tveggja björgunarbáta, hólfin eða fiskikassarnir, þar sem unnið var að aflanum. Var viðhöfð verka- skipting ekki ólík þeirri, sem er hjá okkur. Þess skal getið, að stýrisútbúnaðurinn var óvarinn, og var notazt við sveif, ekki hjól. Þarna stóðu menn- irnir við stjórnvölinn í öllum veðrum nótt sem nýt- an dag. Tíminn leið þannig um borð, fábreytilegur, við látlaust skak, sem þeir kölluðu „að saga timbur“, og við annað erfiði myrkranna á milli. Svefn var skammur, svo og matarhlé, er neytt var brauð- súpu með kexi, niðursuðuvara, steiktra máva, fisks alls konar. Þegar vinnu var lokið, var fátt til dægra- styttingar, helzt, að sezt væri umhverfis þröngt lúkarborðið og drukkið cídrus-vín úr málmkollum við samræður og dagdrauma. Hundur var á hverju skipi áhöfn til gleði og félagsskapar. Á kvöldin voru segl undin upp eða, á seinni árum, lítil hjálp- arvél notuð og haldið til baka sömu leið og skút- una hafði rekið um daginn, þannig að næsta morg- un byrjaði allt upp á nýtt. Stundum var hvers- dagsleikinn rofinn af snöggum stormi eða blindri þoku. Engin furða, þó að líí og strit sem þetta, við þvílíka aðstöðu og áhættu, mótaði sérstaka tegund manna. Þessir frönsku fiskimenn, Íslandsfararnir, voru andlitshrjúfir, svipmildir, fámæltir. Oft voru margir úr fjölskyldunni á sama skipi: heimilis- faðirinn, sonurinn, bræður, bundnir órofa tengslum í áralangri baráttu óblíðra kjara. Sumir þekktu naumast aðra veröld en þessar köldu mararslóðir. Þeir fóru að heiman, þegar byrjaði að vora. Þegar þeir sneru aftur, tók brátt að hausta, og sjósóknin hélt áfram á öðrum miðum. Dæmi eru þess ekki allfá, að sami maðurinn liafi stundað þessa sömu atvinnu hvert sumar frá 1£ til 00 ára aldurs. — Veiðunum var skipt í tvö skeið eða áfanga. í hinum fyrri frá marzbyrjun til aprílloka var hafzt við undan suðurströndinni, svo sem áður segir. I í liinum seinni, sem lióst snemma í maí, tóku skipin að færa sig norður með landinu bæði austan og vest- an. Skonnorturnar frá Paimpol héldu einkum vest- urleiðina: inn á Faxaflóamiðin, til Vestfjarða, fyrir Ilorn og loks í júlí áfram heim til Frakklands. Kútterarnir frá Gravelines fóru hins vegar með austurströndinni að Ilvalbaksmiðum undan Fá- skrúðsfirði og jafnvel til Glettinganess; þeir hurfu heirn í lok ágúst. Milli þessara vciðiskeiða var nokkurt hvíldar- hlé í fiskiflotanum, og leituðu skipin þá í hópum inn á íslenzku hafnirnar. Vestra voru það einkum Patreksfjörður og Dýrafjörður, síðar Rcykjavik, eystra Fáskrúðsfjörður, Norðfjörður og Scyðisfjörð- ur. Langmest var sótt til Fáskrúðsfjarðar, er gerðist vettvangur stórfelldra samskipta, bæði efnahags- og menningarlega, við hina frönsku menn. Ekki eru miklar ritaðar heimildir um þau efni, og það örlitla, sem tíminn leyfir að segja hér, er að mestu byggt á frásögn Magnúsar Gíslasonar, skrifstofustjóra, sem er fæddur og uppalinn þar eystra og var sýslumaður um langt skeið. Skúturnar kornu flestar í maí, allmargar og í ágúst. Slíkur var fjöldi þeirra stundum, að siglu- trén líktust skógi, þegar horft var út fjörðinn. Erindi skipanna var, auk þess að hvíla áhafnirnar, eink- um að fá vatn og aðrar birgðir, sem gengnar voru til þurrðar. Tækifærið var og notað til þess að umstafla fiski, sem veiðzt hafði. Viðskiptin fóru fram bæði milli skips og verzlunar og milli ein- 36 FR.TÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.