Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 10
Ilannes Pétursson: Úr „Söngvum til Jarðarinnar" Nýlega er komin úl á vegum Almenna bókafélagsins ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson, „I sumardölum“. Frjáls Verzlun liefur fengið leyfi höfundar og útgefanda til að birta úr hinni nýju bók tvö kvæði úr ljóðaflokknum: „Söngvar til jarðarinnar". Heita bau: „Morgnar við sjóinn í maí“ (III) og „Jörðin er bikar sætleikans" (IV). III Morgnar við sjóinn í maí í mildu logni og heima: sandfjaran svört og þvegin af svalandi næturblæ, veturinn fluttur í fjöll mcð farangur sinn, og vorið kemur með klyfjaðar lestar kjagandi sunnan veginn. Það hleður í varpa, á völl vandlega sínum kistum og þær eru þungar af vistum. Morgnar við sjóinn í maí: mjólkurhvítt logn urn fjörðinn, ritan að rápa um grjótið, það rýkur frá einstaka bæ. Bátarnir dotta hjá bryggju i bláum skugga og gleynit er svikula sævarrótið, þcir sofa í öruggri höfn, sáttir við harðlynt hafið. og hreinir fjallanna skaflar speglast! ó drifhvítu dreglar á djúpuin, skínandi sjó. Hy ggst frelsarinn ganga út á fjörðinn, feta dúnmjúka vatnið í fyrsta sinn frá því hann dó? Morgnar við sjóinn í maí minna á hve jólin brugðust þegar til lengdar leið. Það voru þau sem hugðust með þungum og nýjum snæ, ljósum og klukknakliði kalla fram barnið á ný úr huganum — falslausan frið. Eg finn í maí hjá sjónum að vorið er tekið við. I'ó að Ilannes Pétursson sé enn ungur að aldri er liann þegar í hópi dáðustu skálda þjóðarinnar. Enda eru mörg k\'æði hans í senn miid, fögur og stórbrotin. Hann er í nánum tengslum við íslenzka Ijóðaerfð, sem liann samstillir nýjum tíma á snilld- arlegan hátt. IV Jörðin er bikar sætleikans sem ég girnist, míns svaladrykkjar; finn það glöggt ef ég les i góðri bók við birtu lampans um kvöld, blaða’ henni seint og staldra við hreinleg orð, sem gamlar hirzlur opnast þau og ilma. Eins gleðst ég þegar rís upp öld af öld í auðum torfbæ: gömul hlóðalyktin situr í þckju, ösku gólfanna, ísæt; angandi dúk um lófastóran glugga fléttar grasið á vorin; hvarvetna er hvíslað úr hurð og stoð og vegg, úr köldum skugga: Vertu glaður, þú ert aldrei einn, ávallt í nánd er þessi gamli bær, þú átt hér lieirna, hann er nioldin sem grær svo hlý og (ljúp um þínar ungu rætur. Sania fögnuð finn ég vorbjartar nætur: fjöllin koma, vefja mig bláum örmum meðan ég sofna, söng öldunnar ber frá sjávarkambinum, fuglarnir brjóta gler vatnsins er þeir hefjast til flugs og' hátt við hreinu kuli svífa í löngum bogum — þeir i'oðna er þeir fljúga í fölvum logum fjarðaröldunnar — koma og langt inn í svefninn ... Jörðin er bikar sætleikans sem ég girnist , míns svaladrykkjar. 10 FK.IAUS VKRZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.