Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 50
. . . cg held þú sért búinn að missa sósu niður á jakkahornið. Eg leit á jakkahornið og þar var engin sósa. Svo leit ég upp. Finnbogi sat niðurlútur, Rósa kafrjóð og skar steikina í fumi, en dóttir þeirra horfði vandræðalega ofan á diskinn sinn. Viðkvæmt, viðkvæmt, tautaði Finnbogi. Dóttir hans leit á úrið sitt og stóð upp. Ég er farin, sagði hún. Ilvað er þetta, barn, sagði móðir hennar, þú ert ekki búin að fá eftirmatinn. Eftirmatur skiptir mig engu, sagði dóttir henn- ar, ég er að fara til fundar við þann, sem er meira virði en eftirmatur. Og þar er fólk ekki tillitslaust. Hún gekk hnarreist út, og skellti hurðinni, en ég roðnaði af skömm. Þegar við höfðum jafnað okkur og pilturinn var farinn og við Finnbogi búnir að kveikja okkur í vindlum, sagði hann: Afsakaðu framhleypnina í stráknum, hann ætl- aði engan að særa. Það er mitt að biðja afsökunar, sagði ég, mig grunaði ekki, að þetta umræðuefni væri ykkur svona viðkvæmt. Hann leit á mig og sperrti brúnir, en ég sló út í aðra sálma: Ætlarðu út í sumar? sagði ég. Við héldum að okkur yrði hlíft við frekari árekstrum, en svo var ekki. Síðasta kvöldið, sem við vorum hjá þeim hjónum, fór allt í bál. Og ef satt skal segja, fannst okkur fyrst í stað þau Finn- bogi og Rósa fara ógætilega að dóttur sinni, sextán ára stúlku, sem ratað hafði í annan eins vanda. Þegar stúlkan lét ekki sjá sig fram eftir kvöldi, urðu foreldrar hennar æði óró. Einu sinni viku þau talinu að.því: Rósa furðaði sig á fjarveru hennar, og Finnbogi svaraði: Er ekki kvöldið þeirra í kvöld, hu? Loksins kom hún, stillt og hæg, líkt og forkláruð. Hún settist inn í stofu til okkar, spennti greipar á maga sér og horfði út í bláinn með fjarrænu augnaráði. Hún hafði skipt hárinu í miðju og greitt það slétt niður með vöngunum, líkt og María mey. Þá sagði faðir hennar: Var nú kvöldið ykkar í kvöld? Hiin kinkaði kolli, ófeimin, og því lík að hún væri alsæl. Faðir hennar nagaði vindilinn stundarkorn, svo sagði hann: „Þ:ir virðast standa okkur framar ó sumum sviðum, en á öðrum ekki." Ertu nú ekki búin að fá nóg af þessum . . . þess- um leikaraskap? Það er ekki leikaraskapur, sagði hún. Það er al- vara. Finnbogi spratt á fætur. í kvöld hafði hann ekk- ert taumhald á sér. Ég ætla að stefna þessum manni, sagði hann, j)essum skólastjóra. Ég get ekki sætt mig við það, að senda saklaust barn mitt til hans, og fá hana aftur gerspillta, eyðilagða. Nú hvarf sælusvipurinn af dóttur hans, og henni svipaði ekki lengur til Maríu meyjar, heldur öllu fremur til nöfnu hennar, Callas. Ef þú stefnir honum, manninum, sem ég á allt tipp að unna, alla hamingju mína og alla velferð, j)á stefni ég þér fyrir mannréttindadómstólinn, fyrir kúgun. Guð hjálpi þér, barn, hrópaði móðir hennar, tal- aðu ekki svona. Það eru gestir hjá okkur. Eitt andartak horfði hún á okkur. Svo sagði hún: Ef þau vissu, hvaða þvingunum þið beitið mig, gætu þau ekki tára bundizt, það er ég alveg viss um. Guð veit að við beitum þig ekki þvingunum, sagði móðir hennar, en það er eins og þér skiljist ekki, livað okkur tekur sárt að sjá líf |)itt eyðilagt. Það, sem þessi maður hefur gert, er glæpur, ekkert annað. Þú tekur í sama streng og pabbi, sagði stúlkan, og reiði hennar þvarr og augun fylltust af tárum. En það kemur mér ekki á óvart. Það er ekki ný 50 F R J A L S V E H Z L U N

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.