Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 16
geta án hjálpar nokkurra útlendra manna þjálfað nægilegan hóp innlendra manna til að reka tíu eða tuttugu sinnum stærri yerksmiðju. 1 öðru lagi cr markaður fyrir köfnunarefnisáburð sívaxandi með fólksfjölguninni í heiminum, sem stöðugt krefst meiri matvælaframleiðslu. En aukin matvælaframleiðsla fæst nú orðið aðallega með betri ræktun og meiri áburði. Þá má einnig benda á það, að nú orðið eru þau köfnunarefnissambönd, sem áburðurinn er búinn til úr, notuð í æ ríkari mæli í annan iðnað. Má þar sérstaklega nefna plnstiðnað. Eitt af algengustu plastcfnum er einmitt framleitt úr sama efni og áburðurinn, eins og vikið er að hér að framan. Hjá Norsk Hydro í Noregi kom ég í alveg nýja verksmiðju, sem framleiddi áburðarefni, er nær ein- göngu var flutt til Englands til plastgerðar. Aburðariðnaður Norðmanna er geysistór þáttur í útflutningsverzlun þeirra. Iíjá þeim er innanlands- notkunin ekki nema lítið brot af framleiðslu þeirra og útfiutningurinn svo arðvænlegur, að norska stjórnin lætur verksmiðjurnar selja norskum bænd- um áburðinn, sem þeir nota, fyrir neðan fram- ieiðsluverð og segir verksmiðjunum að vinna það upp á útflulningnum. Áburðarframleiðsla gæti auð- veldlcga átt tiltölulega miklu stærri þátt í atvinnu- lífi og útflutningi okkar íslendinga. Til J)ess að athuga þetta nánar skulum við taka dæmi. Við skulum leggja Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi til grundvallar þessum athugunum, því þar höfum við öruggar upplýsingar varðandi rekstur og kostnað. Síðan skal athugað, hvað 20 sinnurn stærri verk- smiðja myndi þýða fyrir okkur gjaldeyrislega séð. En 20 sinnum stærri verksmiðja eða verksmiðjur, sem framleitt geta 150000 tonn af köfnunarefni á ári, eru þó nokkuð algengar erlendis og til eru all- miklu stærri verksmiðjur, svo að hér er ekki um neinar fjarstæðukenndar áætlanir að ræða. S!ík verksmiðja myndi framleiða útflutningsverðmæti fyrir allt að 000 millj. krónur, miðað við það verð, sem Gufunessverksmiðjan hefur fcngið fyrir fram- leiðslu sína á erlendum markaði. Lauslegir útreikn- ingar sýna, að hreinn hagnaður af þessari fram- leiðslu mvndi nema geysiháum upphæðum, þegar miðað er við hlutfallslegan rekstrarkostnað, sem reynsla okkar í Gufunesi sýnir. Það er eitt, sem ég vil sérstaklega benda á, og það er, að til þess að mynda þessi gífurlegu verðmæti og þennan stórkostlega crlenda gjaldeyri, þarf að- eins um 250 menn. Geta menn því gert sér í hugar- lund, hve verksmiðja sem þessi og þessir 250 menn gætu bætt lífsafkomu allrar þjóðarinnar. Áburðar- verksmiðjan í Gufunesi er ekki stór verksmiðja á heimsmælikvarða. Hún framleiðir rétt rúmlega nægilegt magn af köfnunarefnisáburði til þess að fullnægja núverandi þörfum íslenzks landbúnaðar. Þetta áburðarmagn framleiðir hún fyrir sama verð og innfluttur áburðar kostar núna. En þess skal getið, sem er mjög þýðingarmikið í jiessu sambandi, að mannaþörf áburðarverksmiðju er tiltölulega mjög lítið meiri, þótt hún framleiði 100000 tonn í stað 10000 tonna, og annar rekstrar- kostnaður er yfirleitt hlutfallslega lægri. Á því sést, hve miklu lægri rekstrarkostnaður pr. tonn af frain- leiðslu er frá stórum verksmiðjum. Verksmiðjan í Gufunesi á því fyrst og fremst að vera skóli fyrir okkur Islendinga í áburðarfram- leiðslu og lvkillinn að stóriðju í áburðarfarmleiðslu og skyldum iðngreinum. Nú þegar þarf að fara að undirbúa stækkun verksmiðjunnar, svo að hún fullnægi þörfum okkar áfram. Það er ósk mín og tillaga til allra hugsandi og ráðandi manna, að þá látum við okkur ekki nægja aðeins lítið skref. Við eigum að kappkosta að taka stórt stökk og reisa stórverksmiðju á heimsmælikvarða, aðallega með útflutning fyrir augum. Þá getum við útvegað land- búnaði okkar verulega ódýran áburð og mun ódýr- ari en innfluttan. Slík verksmiðja yrði ckki aðeins Ivftistöng land- búnaðarins, heldur allrar þjóðarinnar. Þetta er eitt af okkar stærstu framfaramálum, sem allir ættu að geta fylkt sér um. Til slíks átaks þarf einhuga stuðning þjóðarinnar allrar, manna úr öllum flokk- um, á sama hátt og unnið var óskipt að því að koma upp Áburðarverksmiðjunni og Sementsverk- smiðjunni, sem eru fyrstu skrefin til stóriðju á ís- landi. Þegar fyrsta stóra skrefið hefur verið tekið, koma þau næstu örugglega á cftir. „ . . . svo takið þsr 10 kg af naulakjöti . . ." 16 PRJ ÁLS V E K Z I. U N

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.