Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 47
AFANGAR (fuðmundur Fnðriksson hefur verið ráðinn verzlunarstjóri Jóns- kjörs h/f, Sólheimum 35. Guð- mundur er fæddur í Revkjavík 22. júlí 1920. Hann lióf verzlun- arstörf hjá fyrirtæki Halla Þór- arins árið 1937 og var þar verzl- unarstjóri í nokkur ár og síðan um 10 ára skeið hjá Silla og Valda, lengst af á Hringbraut 49. Guðmundur rak síðan eigin verzlun, „Mummabúð“, að Njálsgötu 14 um fimm ára skeið, þar til í október sl. er liann tók við núverandi starfi. Jón Ólajsson var ráðinn fram- kvæmdastjóri firmans Tindar s/f (sem er umboðs- og heildverzlun í Reykjavík), hinn 1. sept. sl. Frá sama tíma tók hann við full- trúastarfi hjá firmanu Páll Jóh. Þorleifsson hf., umboðs- og heild- verzlun. Jón er fæddur 7. maí 1935 í Reykjavík. Hann stund- aði verzlunarstörf hjá firmanu Sverrir Bernhöft lif., Reykjavík, frá 1953 til 1955. Var starfsmaður Glugga hf. frá 1. júní 1955 og framkvæmdastjóri þess fyrirtækis frá 1. janúar 1957 til 1. sept. sl. Hann mun einnig ásamt áðurnefndum störfum gegna fulltrúastörfum hjá Gluggum lif. Jón llallur Sigurbjörnsson var ráðinn framkvæmdastj. Glugga hf., Revkjavík, hinn 17. ágúst 1959. Jón Hallur er fæddur 17 ág. 1897, á ísólfsstöðum á Tjörnesi. Hann varð húsgagnasmíðaméist- ari 1928 og stofnaði sama ár hús- gagnavinnustofu á Akureyri, sem hann rak í 30 ár. Jón tók þátt í stofnun og sat í stjórnum ýmissa fyrirtækja á Akureyri, scin hann var meðeigandi að. Hann stofnaði firmað Öndvegi lif. í Reykjavík, 1. marz 1958, og var fyrsti stjórnarformaður og annar aðal- framkvæmdastjóri þess. Hann hætti störfum hjá Öndvegi hf. og seldi eignarhluta sinn í því, hinn 1. júní 1959. Meðan Jón var búsettur á Akureyri lét hann almenn félagsmál mjög til sín taka. Hin vanþróuðu lönd Framh. af bls. 27 ræktun, sem hans land er bczt fallið til, myndi strax tákna miklar framfarir. Þá myndi framleiðsla aukast og viðskipti verða nauðsynleg, en við það gætu stöðnuð þjóðfélög tekið fjörkipp. Auk þess vantar fjármagn og þekkingu til iðn- væðingar í stórum stíl. Iðnbylting með aðstoð kjarnorkunnar er það langt undan, að hún mun að minnsta kosti ekki koma hinum vanþróuðu löndum að gagni í næstu framtíð. Svartsýni? Sumum mun finnast, að hér að framan hafi gætt fullmikillar svartsýni, en óneitanlega er margt sem styður hana. Helzta vonin er fólgin í aukinni sam- hjálp þjóðanna, hinar ríku þurfa að miðla þeim snauðu fjármunum, en þó fyrst og fremst ]iekk- ingu, því að hún er undirstaða allra framfara. Sagt hefur verið, að ef mannkynið missti alla efnalega fjármuni, en héldi núverandi verklegri þekkingu, þá yrði liægt að bæta tapið upp á ótrú- lega skömmum tíma. En ef þekkingin glataðist myndi frumstig mannlegrar þróunar blasa við á ný. Þrátt fyrir alla erfiðleikana er því von, en von- in gæti orðið að vissu um framfarir, ef verulega drægi úr fólksfjölgun í hinum vanþróuðu löndum. FH.IÁLS VERZLUN 47

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.