Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 11
Jóhannes Bjarnason, vcrkjrœðingur: Islenzk stóriðja í grein þeirri, sem hér fer á eftir, ætla ég að ræða uni málefni, sem nú er töluvert á dagskrá. Mál, sem hefur mikla þýðingu fyrir framtíð okkar Ts- lendinga og alla afkomu. Um þetta efni eru venju- lega notuð orðin iðnvæðing íslands eða íslenzk stór- iðja, og eru þetta nú mikið notuð orð, án þess að menn geri sér ljósa grein fyrir, hvað í þeim felst. Margir forystumenn okkar í landsmálum og al- menningur yfirleitt er farinn að gera sér grein fyrir því, að til þess að geta lifað alhliða menningarlífi í landinu með vaxandi cfnahagslegri velmegun er okkur það mikil nauðsyn að byggja upp voldugan iðnað, sem fyrst og fremst byggist á útflutningi framleiðslunnar. Við getum ekki treyst á sjávarútveginn einan til þess að afla alls þess erlenda gjaldeyris, sem nauð- synlegur er til að halda uppi nútíma menningarlífi í landi okkar. Ég tel það orðið vel tímabært, að við leggjum niður fyrir okkui’, hvers konar stóriðju við getum helzt komið upp hjá okkur, og að hverju við eigum fyrst að snúa okkur. í sambandi við þetta stóriðjutal hefur einna oftast lieyrzt talað um alumíníumvinnslu. Ég vil ekki gera lítið úr þeim möguleikum, sem í framtíð- inni kunna að verða á stóriðju á sviði alumíníum- vinnslu hér á landi, en ég álít, og vil hér á eftir færa nokkur rök að því, að það sé á öðrum svið- um, sem við eigum fyrst að hefjast handa. Um alumíníumvinnslu er það að segja, að við þurfum að flytja inn öll hráefnin. ITreinvinna síðan málminn úr málmsteininum. Það er gert í verk- smiðjuin, sem eru mjög sjálfvirkar, svo að tiltölu- lega fáir menn fengju vinnu við það, en liins veg- ar þarf mjög mikla raforku til vinnslunnar. Síðan yrði málmurinn fluttur úr landi til vinnslu í alumín- íumiðnaði iðnaðarlandanna. Við eigum engar verk- smiðjur, er unnið geta, svo nokkru nemi, úr málm- inum, og það kostaði bæði mikið aukafjármagn og tíma að koma slíkum iðnaði upp, og á því sviði höfum við enga séraðstöðu. Við myndum fyrst og fremst vera að selja raforku þá, sem fer í það að hreinsa málminn. Þannig er það í flestum lönd- um, sem mest gera að því að hreinsa alumíníuin- málminn, t. d. í Kanada og Noregi, og eru það þó lönd, sem eru komin mun lengra en við í alhliða iðnvæðingu. Alumíníumvinnsla gæti vel orðið verkefni til þess að snúa sér að seinna, þegar við höfum fullnotað þá möguleika, sem nær standa. Við eigum fyrst og fremst að snúa okkur að því að byggja upp stór- iðju, sem vinnur úr innlendum hráefnum, með inn- lendri orku og með innlendum mannafla. Það er á þrem sviðum, sem við íslendingar höf- um nú visi að slíkri stóriðju, og þá byrjun eigum við að stækka, og út frá henni eigum við að byggja. A ég þar við fiskiðnað, áburðariðnað og sements- iðnað. Það er skoðun mín og ég hugsa fleiri, að æskilegt væri, að fiskiðnaðarstöðvar okkar, niðursuðuverk- smiðjur og frystihús væru yfirleitt miklu stærri en nú er, til þess að geta notið tækninnar til hins ýtrasta, og ég reikna með, að stefnt verði að því, að svo geti orðið. Möguleikar okkar á þessu sviði eru geysilegir og verða enn meiri, er við sitjurn einir að okkar friðuðu, víðáttumiklu fiskimiðum. Við höfurn úrvalsfisk og framúrskarandi sjómenn. Þennan þátt stóriðjunnar ætla ég ekki að ræða hér. Ég tel mig ekki nægilega kunnugan honum til þess. Við eigum marga, bæði reynda og mennt- aða menn á því sviði, sem betur geta gert þeim þætti skil. En það eru liin tvö sviðin, áburðariðnaðurinn og scmentsiðnaðurinn, sem ég er nokkuð kunnugur, því að þar hef ég haft tækifæri til að vera með í uppbyggingunni frá byrjun, nú um meira en 10 ára skeið, fyrst við undirbúningsathuganir og áætlanir F H J A I, S V E R Z L U N 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.