Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 34
Magni Guðmundsson, hagjr.: Lok franskrar skúfualdar á íslandi Höfundur hefir góöfúdega leyft, að Frjáls Verzlun birti ]>elta útvarpserindi, sem flutt var (i ágúst sl. Vorið 1939, eða fyrir nær réttum 20 árum, lauk merkum þætti í franskri atvinnusögu, sem gerðist að verulegu leyti við strendur þessa lands. Þá hættu Frakkar með öílu að senda þilskútur til handfæra- veiða á Islandsmið. Mér barst í hendur á þeim tíma dagblað í Frakklandi, sem minntist atburðar- iils með svofelldum orðum: „Tilkynningin var birt þessa dagana. Hún var án málskrúðs. Hún var á ]>á lund, að síðasta seglskipið, sem gert var út frá Gravelines á saltfiskveiðar við Island, hafi verið selt sænskum útgerðarinanni. Nafn bátsins var „Heilagur-Jóhann“. Næst í röðinni á eftir bæjunum Paimpol og Dunkerque lætur Gravelines af hendi síðasta fulltrúa hrjúfrar og dapurlegrar atvinnu- greinar, sem skóp sérstaka manngerð. íslandsfar- arnir, hinir sönnu, sígildu íslandsfarar, mennirnir á seglskútunum, eru liðnir undir lok. (Rithöfundur- inn) Loti myndi í dag aðeins geta vakið upp vofur.“ Nú vildi ég leitast við að rifja upp nokkra þætti nefndrar atvinnugreinar, sem fræg er orðin í bók- menntunum og varðar tvö ólík lönd og tvær fjar- skyldar þjóðir. Auðvitað er mér aðeins unnt að draga upp ófullkomna mynd, því að efnið er mjög víðtækt. Eu marki mínu með hinu stutta erindi er náð, cf áhugi einhvers yrði vakinn, sem hefir tíma og aðstiiðu til þess að gera því skil sem skyldi. — Ilandfæraveiðar Frakka á seglskútum við ís- landsstrendur eiga sér langa sögu. Skýrslur um þær eru til frá 15. öld. Þegar árið 1443 er frá því greint, að 30 stór skip hafi vaggað undir franska fánan- um hér úti á miðunum. Útgerðin náði þó ekki liá- marki fyrr en á seinni hluta 19. aldar. Árið 1885 var tala skipanna umhverfis landið orðin livorki meira né minna en 314 með samtals 5.576 mönn- um. Aldamóta-árið, er Frakkar höfðu enn ekki sent neinn botnvörpung á íslandsmið, voru seglskipin 186, árið 1930 22, árið 1934 12 með 295 mönnum, og á næstu fimm árum lækkaði tala þessi niður í ekki neitt, svo sem fyrr segir. Eftirtektarvert er þó, að botnvörpungar komu ekki í stað seglskút- anna, og hafa togveiðar Frakka hér við land lengst- um verið óverulegar. Allar þessar seglskútur komu nær eingöngu frá þrem útgerðarbæjum: Paimpol á Bretaníuskagan- um og Gravelines og Dunkerque í Norðurhéraðinu. Síðarnefndu bæirnir notuðu kúttera, sem þeir nefndu „dundées“, 70—180 tonna, 25—30 metra að lengd með fjórtán til tuttugu og tveggja manna áhöfn. Þeir þóttu traustir, létu vel að stjórn, ráku lítt, enda auðvelt að beita þeim upp í vindinn. Bretaníu-mennirnir kusu stærri skip, skonnortur, sem þeir nefndu „goélettes“, 160—180 tonna, allt að 40 metra löng, glæsilegri, hraðskreiðari, en öllu erfiðari í meðförum og því mannfrekari, áhöfn tuttugu til tuttugu og sex manns. Skipin voru úr eik eða álmi, að jafnaði hvítmál- uð, bugspjót og tvö siglutré úr amcrískri furu (pitchpine). Skonnortan hafði stórsegl að aftan með stór-toppsegli, skonuortusegl, íokku, stagsegl, klífur og loks rásegl, sem auðkenndi skipið úr fjarska; það myndaði einskonar krossmark við framsigluna. Einkenni kúttersins var messan-seglið og það, hve framsiglan stóð nærri stefninu. Seglaútbúnaður skipanna var þannig, að þau mátti hækka og lækka að vild jrá þilfari, og þurftu sjómenn ekki að fara upp kaðalstigana, nema bilun yrði. — Venjulega var lagt af stað á íslandsmið í seinni hluta febrúar. Þá voru dagar mikilla anna í hafnar- bæjunum þrem. Karlar, konur og unglingar lögð- ust á eitt um að útbúa skipin og skipshafnirnar til veiðanna. Svo rann skilnaðarstundin upp. Pierre Loti segir skáldlega frá brottfararblessuninni í Paimpol á þessa leið í ágætri þýðingu Páls Sveins- sonar: „Á þessum hátíðisdegi var jafnan reist sama 34 FRJÁLS V F. U Z L U N

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.