Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 19
Economist skýrir svo frá, að Krústjoff hafi ein-
hverju sinui, sennilega í ógáti, sagt að „því efn-
aðra sem fólk verður þeim mun lýðræðissinnaðra
vilji það vera.“ Nú verður fróðlegt að sjá, hvernig
hægt verður að samræma þessa.r fullyrðingar um
cfnalegan vöxt og viðgang og aukið lýðræði við að-
stæðurnar í hinu rússneska þjóðfélagi.
Margir stunda landbúnaðarstörf
Allt að því helmingur (48 af hundraði)) af rúss-
neskum vinnukrafti er bundinn við landbúnaðar-
störf, en í Bandaríkjunum er hlutfallið aftur á móti
tíu af hundraði. Að þessu leyti er ástandið í Rúss-
landi nú svipað og það var hjá okkur kringum 1880.
Rússneskt ræktarland kann að vísu að vera 30 af
hundraði stærra en í Bandaríkjunum, en uppsker-
an hjá hverjum einstökum amerískum bónda er
sex til tólf sinnum meiri en uppskeran hjá hverjum
rússneskum bónda. Til þess að bæta hin lélegu lifs-
kjör fólksins verður rússneska stjórnin að leggja
í verulega fjárfestingu í landbúnaðarframleiðslu-
tækjum til að auka framleiðsluna á þessu sviði
miðað við hvern verkamann, og veita þannig fjölda
af landbúnaðarverkamönnum inn í iðnframleiðslu
og þjónustustörf landsins. Landbúnaðurinn cr nú
sennilega sú atvinnugrein er stendur á lægstu stigi
í hinu sovézka efnahagskerfi. Iðnaðarþróun sér-
hvers rikis hlýtur að bíða tjón við það, ef mikill
hluti íbúanna er algjörlega bundinn við fram-
leiðslu matvæla, sem fólkið þarfnast.
Enda þótt rússneska þjóðin hafi nú meira fyrir
sig að leggja en jafnvel fyrir fáum árum, hefur
munurinn á lífskjörum manna í llússlandi og Vest-
ur-Evrópu farið æ vaxandi. Þessi þróun efnahags-
málanna hlýtur að valda leiðtogum Sovétríkjanna
sífelldum áhyggjum. Mjög stór hluti af fram-
leiðslugetu landsins er nýttur til smíða á fram-
leiðslutækjum og til hernaðarþarfa. Framleiðsla á
neyzluvörum, einkum varanlegum ncyzluvörum,
svo sem bílum, ísskápum og þvottavélum, er mjög
takmörkuð. Aætlað er, að Sovétríkin verji aðeins
tíu af hundraði af fjárfestingu sinni í iðnaði til
aukningar á framleiðslu neyzluvarnings, en aftur
á móti fara 00 af hundraði til aukningar þungaiðn-
aðarins og ýmiss konar frumframleiðslu. Af þessu
er auðsætt, að núlifandi kynslóð manna í Rússlandi
verður að borga þessa stefnu stjórnarinnar dýru
verði. Efnahagsaðstoð llússa við vanþróuð lönd
hefur sömuleiðis ekki aðeins bitnað á rússnesku
þjóðinni, sem hefur tæplega efni á að veita slíka
aðstoð, heldur og á íbúurn leppríkjanna.
Þótt við séum eindregnir andstæðingar komm-
únismans, höfum við ekki efni á að vera óraunsæ
í mati okkar á þjóðskipulagi hans. Við verðuin
fyrst og fremst að gera okkur grein fyrir því, að
hægt er að hraða mjög efnahagslegri þróun þjóðar
með því að halda henni í viðjum mikillar vinnu,
takmarka framleiðslu neyzluvarnings og nota fjár-
magnið til viðgangs þungaiðnaðarins. Og þetta eru
einmitt helztu einkenni hinnar sovézku efnahags-
málastefnu.
Gjaldeyrir á svörtum markaði
Vinrxutími rússneskra verkamanna er að meðal-
tali átta klukkustundir á dag fimm daga vikunnar
og sex klukkustundir á laugardögum, eða 40 klukku-
stundir á viku. Mánaðarlaun þeirra eru að meðal-
tali 750 rúblur. Samkvæmt hinu opinbera gengi
jafngilda fjórar rúblur einum bandarískum dollar.
Ferðamannagengi er aftur á móti tíu á móti ein-
um. Fyrsta kvöldið, sem ég var í Moskvu, vék sér
að mér ókunnugur maður skammt frá hótelinu, þar
sem ég bjó, og bauð mér án frekari formála tuttugu
rúblur fyrir einn dollar. Oþarft er að taka það
fram, að ég hafnaði boðinu. Erlcndur fulltrúi —
ekki bandarískur — sagði mér kvöld eitt, er við
hittumst í óperunni í Leningrað, að hann fengi 25
rúblur fyrir dollarann. Hann hafði rétt fyrir sér,
þegar hann sagði: „Það er hlægilegt að fá ekki
nema fjórar rúblur fyrir einn dollar eða jafnvel
tíu fyrir einn. Maður verður að fá að minnsta
kosti 25 rúblur fyrir dollarann; annað kemur ekki
til greina, þar sem verðlag er svo geysihátt.“ Það
var af sérstakri tilviljun, að ég sá hann nokkrum
dögum síðar ásamt félögum sínum í hinu stóra
Gum-vöruhúsi í Moskvu, spölkorn handan Kreml-
múranna. Þeir voru að kaupa einhverjar dýrar
munaðarvörur, sem voru án cfa fluttar inn frá Kína.
Verð á þessum vörum var frá 2.000 rúblum eða 500
dollurum samkvæmt hinu opinbera gengi, þ. e. fjórar
rúblur fyrir einn dollar, 200 dollurum eftir hinu
ameríska ferðamannagengi, tíu á móti einum, og 80
dollurum fyrir áðurnefndan útlending, sem fékk 25
rúblur fvrir dollarann. Augljóst er, að almenningur
í landinu getur ekki keypt slíka hluti. Launa-
hæstu meðlimir kommúnistaflokksins gætu ef til
vill keypt þá, eða fáeinir tiltölulega vel launaðir
hópar manna, eins og verksmiðjustjórar eða þeir,
sem kaupa rúblur á svörtum markaði. Annar er-
lendur diplómat skýrði mér frá því síðar, að hon-
um hefðu verið boðnar 30 rúblur fyrir dollarann. Á
svarta markaðinum seldist dollarinn fyrir 20 eða
30 rúblur og stundum meira .
Árið 1947, þegar stjórnin kallaði inn gamla rúblu-
seðla, fengu menn einn nýjan seðil fyrir tíu gamla.
Þó voru nokkrar undantekningar gerðar. Þeir sem
áttu inneign í ríkissparibönkum, fengu einn nýjan
rúbluseðil fyiir hvern gamlan, allt að 3.000 rúblum.
Eigendur ríkisskuldabréfa fengu ný skuldabréf, þar
sem hlutfallið var einn á móti þremur.
FUJALS VERZLUN
19