Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 46
hér reiknivélar (calculator), sem ráða við fjögur frumatriði talnafræðinnar: samlagningu, frádrátt, margföldun og dcilingu. Vclar þessar lesa dærnið, sem þeim er „sett fyrir“, úr götum spjaldanna, reikna það og gata að lokum útkomuna á auðan stað á sama spjaldi. Þær vélar, sem nú hefur vcrið vikið að, byggjast allar að mestu leyti á rafmagns- (electrical-) og aflfræðilegum (mechanical-) lögmálum eðlisfræð- innar. Þegar spjöldin renna gegnum vélarnar liggur leið þeirra undir fína málmbursta og þegar gat verður undir einhverjum burstanna, þá opnast þar leið fyrir rafstraum inn á segulspólur, sem síðan stýra rás aflfræðilegra atburða. A síðustu árum hafa opn- azt nýjar leiðir á sviði reiknivélatækni. Stórþjóð- irnar hafa lagt ofurkapp á að byggja risastórar reiknivélar, sem almennt eru nefndar rafeindaheil- ar, en þær eru, sem kunnugt er, notaðar til úrvinnslu talnaheimilda, sem mönnum er ofvaxið að glíma við án þeirra. Ávöxtur af margra ára rannsóknum, sem liggja til grundvallar byggingu rafeindaheilanna, er þegar orðinn mikill: nýjungar á sviði rafeinda- tækninnar hafa þegar verið hagnýttar við smíði reiknivélar, sem vel hentar litlum fyrirtækjum á sviði viðskiptalífsins. Sérstaka athygli hefur vakið reikningsútskriftarvél sú (IBM-632), sem minnzt var á fvrir skömmu í sambandi við 25 ára afroæli IBM-rafritvélanna. IBM-rafeindareiknivél Þessi vél, sem er fyrirferðarlítil, á stærð við meðal skrifborð, hagnýtir ýmsar nýjustu uppgötvanir á sviði rafeindafræðinnar, t. d. svokallaða transistora og segulperlur (magnetic core). Ég ætla mér ekki IBM-raðari „Fáðu þór sjálíur að borða! Þú hefur fengið lausn frá störfum og ég ætla að fá bað líka." þá dul að lýsa þessum nýjungum svo að gagni sé, en það dylst ekki þeim sem þekkja til skrifstofu- véla, að slíkur útbúnaður eykur mjög hraða og gangöryggi reikniverksins og vélarinnar í heild. Þessi vél er furðulega einföld í meðferð, enda þótt að hún geri allt í senn, skrifi út reikning eða skjal, reikni og skrifi á sjálfvirkan hátt útkomuna á reikninginn, og gati auk þess samtímis í spjöld heimildirnar, sem skrifaðar eru út, ásamt niðurstöð- um, sem reiknaðar eru. Hún er því allt i senn, rit- vél, reiknivél og gatari. IBM-632 hefur leturborð mjög hliðstætt rafrit- vél, en mcð ýmsum sjálfvirkum útbúnaði, auk þess 10-lykla rciknivélaborð. Upphæðir, sem færðar eru inn á 10-lykla borð reiknivélarinnar, tekur vél- in inn á segulperlu „minnið“ og geymir þær, þar til óskað er eftir niðurstöðunum t. d. að kvöldi. í rit- vélina er innbyggt „stýri-les-band“ úr plastefni, sem gatað er, til að gefa vélinni upplýsingar um, hvenær skal „muna“, rita, reikna eða gata. Band þetta stýrir því þannig að öllu leyti, hvað, hvenær og hvernig vélin vinnur. Það er enginn vafi á því, að einmitt þcssi vél opnar litlum fyrirtækjum leið að IBM-gatspjalda- kerfinu, auk þess að hún er hcntug sem útskriftar- vél. Hún á fvllilega skilið þá athygli, sem hún hef- ur þegav vakið, einnig hér á landi. 46 FRJÁI.S VERZIiUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.