Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 7
FRJÁLS VERZLUN 7 ÞJÓÐMÁL „IJTRVIVA VERÐLR ATVIIMI\ILLEVSII\IU til dœmis með ýmsum skyndiráðstöíunum eins og útvegun innlends og erlends fjármagns til atvinnuveganna" — segir Björn Jónsson, formaður Alþýðusambands Norðurlands. F.V.: Hvaða ráð teljið þér heppilegast til að draga úr því atvinnuleYsi, sem gert hefur vart við sig að undanförnu? B.J.: Ég álít, að verkefniðséekki aðeins að „draga úr“ því atvinnu- leysi, sem hefur verið staðreynd að undanförnu, heldur að útrýma því. Til þess að það megi takast þurfa í fyrsta lagi að koma til röggsamlegar skyndiaðgerðir af opinberri hálfu, og í annan stað þarf síðan að grafa fyrir rætur þess efnahagsöngþveitis, sem er höfuðorsök samdráttar ýmissa greina atvinnulífsins, og hefj a til vegs framsýna, skipulagða upp- byggingarstefnu í atvinnumálum, byggða á sem fyllstri og hag- kvæmastri nýtingu fjármagns og vinnuafls og beitingu vísinda og tækni í öllum þáttum atvinnulífs- ins. Skyndiráðstafanir, sem mér virðast fyrstar koma til greina nú, eru fjármagnsútvegun, innlend og erlend, til þess að ýta af stað þeim hjólum í okkar atvinnuvegum, sem hafa verið að stöðvast eða liggur við stöðvun. Við eigum fjölda báta og togara, sem liggja í reiðileysi vegna fjárskorts. Veru- legum hluta þessa flota væri unnt að ýta úr vör og skapa þannig verkefni fyrir vinnslustöðvar, sem búa við hráefnisskort, sem aftur leiðir til atvinnuleysis víða í sjáv- arbyggðunum. Meðan atvinnu- leysi ríkir á hiklaust að landa öll- um afla togaranna innanlands, þótt eitthvað þyrfti að auka að- stoð til þeirra þess vegna. Fram- leiðslugetu íslenzkra iðnfyrirtækja þarf að nýta betur en nú er gert með hæfilegri tollvernd og beina kaupmætti neytenda þannig og með öðrum ráðum, ef með þarf, innávið. Ekki veitir heldur af því með hliðsjón af ástandi gjaldeyris- málanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.