Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 67
FRJÁLS VERZLUN 67 Bandarísku tímaritin TIME og NEWSWEEK helguðu forsíður sínar þessum merka áfanga í læknavísindum. tilraunum sínum til að lífga sjúkl- ing við og með því að halda hon- um lifandi með ýmsum hjarta- tækjum, reynir læknirinn að gefa viðkomandi tækifæri til að öðlast einhvern tíma meðvitund, þó ekki væri nema að einhverju óverulegu leyti, svo að hann gæti þekkt nánustu vini og ættingja og haft eitthvert samband við þá, fremur en aðeins að fá hjarta sjúklings- ins til að slá. Það er einmitt af þessari ástæðu, sem meðvitundar- lausir sjúklingar hljóta læknis- meðferð mánuðum eða árum sam- an með nýjustu tækniaðferðum, en aðeins í sárafáum tilvikum ber þessi viðleitni tilætlaðan árangur. Taugasérfræðingar segja, að við góð skilyrði í sjúkrahúsum megi skilgreina heiladauða með sömu nákvæmni og hjartadauða. Það má segja, að hugtakið heiladauði sé hvorki þýðingarminna eða meira í sjálfu sér en hjartadauð- inn. En hins vegar geta aðstand- endur sjúklingsins lagt allt annan skilning í þetta. Heiladauðann get- ur borið fyrr að hjá sjúklingi en hjartadauða, ef einhver hjálpar- tæki eru notuð. Sjúklingurinn get- ur því verið rjóður og heitur, þar til blóðrásin stöðvast, þrátt fyrir allar ráðstafanir til að koma í veg fyrir slíkt, — og hjartadauðann ber þá að. Ef um skyndidauða er að ræða, deyr sjúklingurinn þó hjartadauða á undan heiladauðan- um. Þessi hugtakamunur og ólík viðhorf til skilgreiningar á dauð- anum hafa í för með sér ýmsar flækjur í lagalegu tilliti. Nú þeg- ar eru slík vandamál fyrir hendi vegna nýjustu aðferða við endur- lífgun og ýtrustu umönnunar. Þar sem öll nauðsynleg aðstaða er fyrir hendi, verður læknirinn að ákveða á nokkrum mínútum, þó oftar fáeinum sekúndum, hvort beri að hagnýta hana alla eða ekki. Ef hjálpartækin eru notuð um sinn án sýnilegs árangurs, verður læknirinn líka að taka ákvörðun um, að notkun þeirra skuli hætt. Ef slík ákvörðun er tekin skömmu eftir heiladauða, er sjúklingurinn lífvana nokkru síð- ar, en ef tækjunum er beitt áfram, þrátt fyrir heiladauðann, getur sjúklingurinn lifað ef til vill í tvo til þrjá daga, þar til hjartað gefur sig og hjartadauðann ber að. Þetta þýðir, að dauði sjúklingsins, sem áður var eingöngu undir líðan sjúklingsins kominn, getur nú ráð- izt af ytri aðstæðum eins og t. d. hver hjálpartæki eru fyrir hendi, hvort ákvörðun sé tekin um að endurlífga sjúklinginn, hvaða dauðaskilgreining skuli viðhöfð og hvort halda skuli áfram tilraunum til að viðhalda lífsmarki eða ekki. Hvort reynt verður í Svíþjóð að setja nýja löggjöf um skilgrein- ingu á dauða, skal engu spáð. En það stoðar lítið fyrir læknastétt- ina að semja sig að nýjum hug- tökum og nýrri skilgreiningu, nema almenningur hafi gert upp hug sinn og samkomulag í einhverri mynd hafi náðst um, hvað sé aðgengilegt með tilliti til laga og siðfræðinnar“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.