Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 50
5D
FRJÁLS VERZLUN
tveimur, sem áður voru nefndir. Má
öllum ljóst vera, að þessar aðstæður
veikja mjög aðstöðu sveitabarna til
mennta. Þróunin er nú sú í sveitun-
um, að hreppar sameinast um skóla-
húsnæði. Hvað viðvíkur öðrum skól-
um má nefna iðnskóla á Isafirði (frá
1905) og Patreksfirði, tónlistarskóla
á Isafirði (frá 1948), annan i Bol-
ungavík og þann þriðja á Patreks-
firði. Þá er einn húsmæðraskóli á
Vestfjörðum, sá stendur á Isafirði og
hóf göngu sína árið 1912. Þar stunda
36 nemendur nám, og koma þeir viðs
vegar að.
Æðri menntastofnunum er ekki
fyrir að fara á Vestfjörðum. Þeir,
sem vilja afla sér frekari menntunar.
þurfa að leita á önnur mið. Raunar
hefur um nokkurt skeið verið starf-
rækt við gagnfræðaskólann á Isa-
firði framhaldsdeild, sem samsvarar
1. bekk menntaskólanna. Aliir mennta-
skólarnir viðurkenna nú próf frá
framhaldsdeildinni sem fullnægjandi
inntökupróf upp í 2. bekk.
Eins og lesendur muna eflaust,
urðu nokkrar umræður fyrir örfáum
árum um hugsanlegan menntaskóla á
Isafirði. Virðist svo sem margir telji,
að sú hugmynd hafi kafnað í fæðing-
unni, en því er engan veginn svo far-
ið. Þrjú undanfarin ár hefur verið
veitt fé á fjárlögum til væntanlegrar
menntaskólabyggingar á Isafirði, og
nemur fé þetta nú 4,7 millj. króna.
Undirbúningur er þó enginn hafinn.
Ákveðnar óskir eru nú uppi um það
að ráða fljótlega mann til rektors-
starfa, og fengi hann síðan að stjórna
uppbyggingu skólans. Hafa menn hér
einkum í huga frækilegt starf Guð-
mundar Arnlaugssonar við Mennta-
skólann í Hamrahlíð.
Nú í haust var tekin upp nokkur
nýbreytni við framhaldsdeild gagn-
fræðaskólans á Isafirði. Henni var
skipt í 3 deildir, bóknámsdeild (lýkur
með landsprófi), verzlunardeild (svip-
að nám og i 1. og 2. bekk Verzlunar-
skólans) og valdeild (24 fastir tímar,
síðan 12 valtímar). Eru miklar vonir
bundnar við þessa skipulagsbreyt-
ingu. Það vakti nokkra athygli í
valdeildinni, að piltar, sem áður hef-
ur verið kennd smíði í gagnfræða-
skólanum, litu nú lítt við þeirri grein,
en völdu sjóvinnu og siglingafræði í
þeim mun ríkari mæli.
FÉLAGSMÁL.
Það, sem einkennir félagslíf Vest-
firðinga, er, að um algjöra áhuga-
mennsku er þar að ræða. Enn gætir
hér nokkurs munar á aðstöðunni í
byggðarkjörnunum og í sveitunum. 1
þorpunum og viða í sveitum standa
félagsheimili, og eru þau yfirleitt
miðpunktur alls samkomuhalds. 1-
þróttafélög, skátafélög og æskulýðs-
félög eru víða virk, einkum á Isafirði.
Kvenfélög vinna þarna sem annars
staðar mikið og göfugt starf. Sem
dæmi um áhugamennsku þá, er gæt-
ir svo mjög við öll félagsmál Vest-
firðinga, má nefna, að Isfirðingar
reistu fullkomna skíðalyftu án þess
að vinnukostnaður yrði nokkur. Ak-
ureyringar keyptu hins vegar alla
vinnu við uppsetningu skíðalyftunnar
þar nyrðra. Sönglíf hefur lengi staðið
með blóma á Vestfjörðum. Á Isafirði
hafa Sunnukórinn og karlakórinn
starfað af miklum þrótti um árabil.
Á Patreksfirði starfar karlakór, og á
vegum kirknanna er þróttmikið söng-
líf. Kirkjukórasamband Vestfjarða
var stofnað fyrir nokkrum árum og
hefur unnið brautryðjandastarf í
söngmálum. Um árabil hefur starfað
lúðrasveit á Isafirði, auk þess starf-
rækja ísfirzku skólarnir lúðrasveit i
samvinnu við Tónlistarfélag Isafjarð-
ar.
Leiklist er vinsæl listgrein fyrir
vestan, og starfa leikfélög áhuga-
manna víða um firðina. Þessir leik-
flokkar ferðast gjarnan um Vestfirði
með viðfangsefni sín. Þess má geta
til gamans, að Leikfélag Isafjarðar
og Karlakór Isafjarðar sýndu nú ný-
lega óperettuna Meyjaskemmuna,
Bolvikingar sýndu Systur Maríu og
Gullna hliðið, Bílddælingar Þrjá
skálka, Súgfirðingar Karlinn í kassan-
um og Litli leikklúbburinn á Isafirði
gamanleikinn Leyndarmál öskjunn-
ar. Þessi mikli áhugi á leiklist hefur
m. a. valdið því, að Vestfirðingar eru
nú ónæmir fyrir bralli ýmissa þeirra,
er hyggjast öðlast skjótfenginn gróða
með leiksýningum úti á landsbyggð-
inni, telja allt ganga í strjálbýling-
ana, og ná nú fáir utanaðkomandi
kraftar hylli nema flokkar Þjóðleik-
hússins og Leikfélags Reykjavíkur.
Bókasöfn eru víða bæði í sveitum og
í þorpum, enda mæla lög svo fyrir,
að lestrarfélag skuli starfrækt í
hverri sveit. Þróunin er hins vegar
sú sama um gjörvallt land, stöðugt
dregur úr útlánum bókasafna, en
bókakaup fólks aukast að sama skapi.
Það er mikið hlustað á útvarp á Vest-
fjörðum, einkum til sveita, og tjáði
okkur bóndi við Isafjarðardjúp, að
nyti útvarpsins ekki við, héldistbyggð
ekki í sveitinni stundinni lengur.
Reyndist það hér sem á öðrum svið-
um, að fámenni sveitanna veikir mjög
aðstöðu íbúanna til þeirra athafna,
sem hópátak þarf til.
Ekki verður skilið við félagsmál
þeirra Vestfirðinga án þess að geta
hinnar miklu fjölskyldueiningar, sem
þar verður vart. Við þekkjum það
Reykvíkingar, að hlutur heimilislífs-
ins hér syðra verður minni vegna
ýmissa utanaðkomandi þátta. Hér
standa Vestfirðingar okkur framar.
Þar er færra, sem glepur, og enn
sem komið er hefur þeim tekizt að
varðveita náin fjölskyldutengsl og
samstöðu á flestum sviðum.
HEILBRIGÐISMÁL.
Vestfirðir skiptast í 9 læknishéruð.
Lækna vantar í þrjú þeirra, og hafa
engir fengizt í þau embætti. Þessi
héruð eru Reykhólahérað, því gegnir
héraðslæknirinn í Búðardal, Flateyr-
arhérað, nú gegnt af héraðslækninum
á Þingeyri og Súðavíkurhérað, en þvi
gegnir héraðslæknirinn á Isafirði.
Tveir héraðslæknar sitja á Patreks-
firði, og gegnir annar héraðslækms-