Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 46
48 FRJÁLS VER2LUN en ljóst er þó, aö framleiðslan er minni og sér í lagi mun verðminni en undanfarin ár. Þótt vel hafi veiðzt við Vestfirði síðustu árin, má að nokkru leyti skýra hærri framleiðsiu- verðmæti Vestfirðinga en annarra landsmanna með því, að tiltölulega fleiri stunda þar sjávarútveg en viða annars staðar. Við birtum hér einnig tölur um verðmæti sjávarafians per íbúa á þeim stöðum Vestfjarða, sem einkum byggja afkomu sína á sjávaraflanum, sem og ísafirði árið 1966. Innan sviga eru hliðstæð framleiðsluverðmæti ár- ið 1965. Tölurnarsýnaþúsundirkróna. Patreksfjörður 50,2 (54,5), Tálkna- fjörður 118,7 (102,7), Bíldudalur 61,1 (63.1) , Þingeyri 64,4 (58,6), Flateyri 49,3 (47,3), Suðureyri 93,4 (88,6), Bol- ungarvík 77 (81,6), Hnifsdalur 70,9, Súðavik 85,8 (82,1), Hólmavík 9,4 (10.2) og Isafjörður 32,3 (29,9). Nýj- ustu tölur um heildartekjur fram- teljenda til tekjuskatts eru frá árinu 1965. Þar eru meðaltekjur eftir sýsl- um 138.064 og meðalhækkun brúttó- tekna frá 1964 20%. Meðaltekjur framteljenda i A.-Barðastrandarsýslu eru 97.550, meðalhækkun 13,4%, V,- Baiðastrandarsýslu 146.706 og 23,0%, V.-isafjarðarsýslu 137.292 og 26,1%, N.-ísa(jarðarsýslu 138.911 og 24,1% og Strandasýslu 110.526 og 11,8%. Meðaltekjur framteljenda í kaupstöð- um áriö 1965 voru 160.420 og meðal- hækkun 20,8%. Meðaltekjur á Isa- firði það árið voru 151.856 og meðal- hækkun 23,8%. Það kemur í ijós, að tekjur manna á Vestfjörðum eru mestar, þar sem hlutur sjávarútvegs- ins er mestur. Nú eru 12 frystihús á Vestfjörðum. Flest eru það gömul fyrirtæki, sem hafa tekið breytingum eftir því sem tækninni fleygir fram. Staðhættir valda því, að hvert einstakt byggðar- lag verður að vera sjálfu sér nægt með tilliti til atvinnu, enda má segja, að ekkert frystihúsanna megi missa sín, enda öll staðbundin. Því til sönn- unar nægir að benda á það ástand, er skapaðist á Flateyri í vetur, þegar frystihússreksturinn þar stöðvaðist. Vinnslutími vestfirzku frystihúsanna er mun jafnari en annars staðar. Stafar það fyrst og fremst af því, að þau hafa ekki byggt afkomu sína að neinu leyti á síldveiðum og síldariðn- aði, heldur bolfiskvinnslu, og eru því óháð hinum miklu sveiflum í síldveið- um. Má m. a. geta þess, að 20% bol- fiskframleiðslunnar kemur frá Vest- fjörðum. Eins og annars staðar er rakið, styrkja rækjuveiðarnar á norð- anverðum Vestfjörðum mjög rekstrar- grundvöll frystihúsanna þar nyrðra. Rækjubátarnir hefja handfæraveiðar, er rækjuveiðitímabilinu lýkur á vor- in, og leggja aflann upp hjá frysti- húsunum. Þá hafa stærri bátarnir yfirleitt haldið á síldveiðar, þannig að frystihúsin skortir að öðrum kosti verkefni. Á sunnanverðum fjörðunum leysa dragnótaveiðibátar stóru bát- ana af hólmi, þegar þeir halda á síldveiðar, og viðhalda þar með hrá- efnismagni frystihúsanna. Enda hef- ur raunin orðið sú, að fullt eins marg- ir vinna í frystihúsunum á Vestfjörð- um yfir sumartimann og á veturna. Verður að telja vestfirzku frystihúsin einhver bezt reknu frystihús á land- inu. öll eru þau í S.H. nema 3, þ. e. frystihúsin á Þingeyri, Tálknafirði og Patreksfirði, en þau eru tengd S.I.S. Frystihúsin við Isafjarðardjúp og á Súgandafirði hafa tekið upp ákvæðis- vinnu í stórum stíl, og hefur það gef- izt mjög vel. Eins og fyrr segir, er starfsemi frystihúsanna yfirleitt stað- bundin og nauðsynleg afkomu ibú- anna. Aðkomufólk er þvi víðast af skornum skammti. Lítið sem ekkert hefur verið um atvinnuleysi á Vest- fjörðum í mörg ár. Hins vegar eru at- vinnutekjur fólks mjög tengdar gæft- unum, sem skiljanlegt er. Fyrir nokkrum árum voru nokkrir togarar gerðir út frá Vestfjörðum, flestir urðu þeir 6, og var sá síðasti, Gylfi frá Patreksfirði, seldur árið 1963. Bátarnir verða hins vegar stöðugt stærri, og sjósóknin verður æ erfið- ari. Er útfærsla fiskveiðilandhelginn- ar Vestfirðingum mikið hagsmuna- mál. Þeir þurfa að leita á sífellt fjar- lægari mið, og fiskstærðin virðist fara minnkandi. Togarar, erlendir sem innlendir, eru mjög aðgangsharðir á þessum slóðum, og ef til vill gefur það nokkra hugmynd um erlenda tog- ara úti fyrir Vestfjörðum, að á sið- asta ári leituðu 224 erlendir tog- arar hafnar á Isafirði og um 130 á Þingeyri. Þróunin hefur orðið sú sama á Vestfjörðum og annars staðar, að það verður nú æ fátíðara, að ein- staklingar geri út báta og „selji fisk á fjöru". Hlutur frystihúsanna í bátaeign- inni vex stöðugt, og hafa þau oftast orðið að hlaupa til, er geta einstakl- inga brast, og ráðast í útgerð til að tryggja nægilegt hráefni. Er óþarfi að rekja hér, hvers vegna bátaútgerð einstaklinga verður stöðugt erfiðari. Eins og áður er komið fram, selja 9 af vestfirzku hraðfrystihúsunum framleiðslu sína á vegum Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, en 3 á vegum sjávarafurðadeildar S.l.S. Aftur á móti stofnuðu Vestfirðing- ar sín eigin sölusamtök til þess að annast skreiðarsöluna árið 1962, og hefur Félag vestfirzkra skreiðar- framleiðenda selt meginhlutann af skreiðarframleiðslu Vestfirðinga frá þeim tíma. Einnig hafa þessi samtölc annazt sölu á mjölframleiðslu margra félagsmanna sinna. Gæftir hafa ekki verið góðar á Vestfjörðum það sem af er þessu ári. Sjávarútvegurinn stríðir nú við mik- ið verðfall á erlendum mörkuðum. Bæði þessi atriði hljóta að hafa mikil áhrif á landshluta, sem að svo miklu leyti byggir afkomu sína á sjávarút- vegi. LANDBÚNAÐUR. Samkvæmt hagskýrslum voru íbúar Vestfjarða 10315 1. desember árið 1967. I árslok 1963 var fjöldi íbúa 10586, þar af 3315 í sveitum. Bændur j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.